Hvernig fær nánast óþekktur maður mikið fylgi?

Guðni Th. Jóhannesson er um margt geðþekkur maður og óumdeildur fyrir störf sín. Hann hefur skrifað bækur og haldið fyrirlestra og er með gott orðspor sem afkastamikill sagnfræðingur (þrátt fyrir skoðanir sínar á ýmsum málum, t.d. þorskastríðunum).

Menn fyrirgefa honum þess vegna fyrir að segja ósatt frá og vorkenna honum þegar hann lendir í alvörurökræðum þar sem hann þarf að gera grein fyrir máli sínu. Maðurinn virðist ekki geta opnað á sér munninn án þess að vera misskilinn eða þola að orð hans séu tekin úr samhengi. Það er eins og það er og nokkuð sem fylgir honum vonandi ekki í forsetaembættið ef honum hlotnast það. 

En hann er líka nokkuð annað og meira. Hann er hvorki Ólafur Ragnar Grímsson né Davíð Oddsson. Hann er ekki-Davíð Th. Jóhannesson. Ólafur og Davíð eru umdeildir menn með langan feril að baki og allir hafa skoðanir á þeim. Hið sama gildir ekki um Guðna, a.m.k. ekki í sama mæli. Mikið af fylgi hans er sennilega fólk sem hefur svo sem enga sérstaka skoðun á Guðna en getur ekki hugsað sér að kjósa Davíð. Aðrir frambjóðendur gætu alveg fengið atkvæði þessa hóps kjósenda en þeir frambjóðendur hafa e.t.v. gert þau mistök að hafa prófað eða sagt ýmislegt sem er ekki öllum að skapi. Hérna er Guðni hlutlaust land - óflekkaður maður sem kemur úr óumdeildu starfi og lítið gert af sér annað en að tala stundum í kross. 

Það mætti því eiginlega segja að ef Guðni nær kjöri þá hafi ekki-Davíð sigrað, sá maður sem hafði þann helsta kost að vera hvorki Ólafur Ragnar Grímsson né Davíð Oddsson.

En sjáum hvað setur. 


mbl.is Guðni með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt.  Hann er Ekki-Davíð.  Hann sagði einhvers staðar að hann hefði kosið Ólaf Ragnar 1996.  Í mínum huga stendur hann fyrir það sem Ellert B. Schram kallaði "Prúðbúið ranglæti" í DV 1. júlí 1989:15.  Það var engin tilviljun að Björn Ingi stillti þessu upp sem einvígi á milli Davíðs og Guðna og útilokaði þar með aðra frambjóðendur.  Það var prúðbúið ranglæti í praxís.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=192326&pageId=2560094&lang=is&q=Pr%FA%F0b%FAi%F0%20rangl%E6ti

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 11:22

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta minnir á sígilt atriði úr áramótaskaupi sem var um margt ágætt og gekk svo langt að gagnrýna vinstristjórn fyrir eitthvað:
https://www.youtube.com/watch?v=-qIfjVjLqpY

Geir Ágústsson, 7.6.2016 kl. 12:12

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ágæt greining hjá þér. Ég held einmitt að margir vilji gjarna breyta til og fá forseta sem er tiltölulega venjulegur, óumdeildur maður, svona eins og Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir voru á sínum tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.6.2016 kl. 16:16

4 identicon

Þú getur ekki sett Kristján Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur í sama pakka.  Sagan mun dæma hana hart.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 18:50

5 identicon

Ef ég hefði fengið einhverju að ráða um örlög fólks hefði Ólafur aldrei hætt við að hætta (og þaðan að síður hætt við að hætta við að hætta) og Davíð hefði ekki heldur farið í framboð.  Sviðið hefði verið um áhugaverðara með þessu fólki sem nú er auk þeirra sem drógu framboð sitt til baka.  Þá hefðu kosningarnar verið um framlag hvers og eins en ekki þessi augljósi pirringur sem nú er kominn.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 19:27

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Banna ætti skoðanakannanir tíu dögum fyrir kosningar. Láta kjósendur í friði og leyfa frambjóðendum að standa fyrir sínu. Allt annað er þvæla. Áreytið og ruglið sem umhverfist um þessar skoðanakannanir er komið út í tómt rugl. Það gefst orðið varla mínúta fyrir kjósendur að gera upp hug sinn í friði. Sú einfalda staðreynd að aldrei eru þeir sem eldri eru en sextíu og fimm ára spurðir í þessum könnunum, gerir þær ómarktækar og að auki móðgun við stóran hluta landsmanna. Þetta er komið út í tómt rugl.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.6.2016 kl. 03:08

7 identicon

Það er nú eiginlega miklu meira gaman að vera kosinn fyrir það sem maður er en það sem maður er ekki.

Held að Krisján og Vigdís hafi verið kosin vegna þess hver þau væru.

ls (IP-tala skráð) 8.6.2016 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband