Gjafir í boði þess sem þiggur

Aukin fjárútlát í formi styrkja til nemenda þýða hærri skatta þegar námsmenn ljúka námi.

Námsstyrkir eru því tilfærsla á fé frá námsmönnum snemma á lífsleiðinni til námsmanna síðar á lífsleiðinni - þegar lífsbaráttan hefst fyrir alvöru með húsnæðiskaupum, heimilisrekstri og öðru sem fylgir því að halda sér á floti í lífsbaráttunni.

Væri ekki nær að synda í hina áttina og lækka tekjuskatta og um leið fjárútlát til heilbrigðs fólks sem er að sækja sér menntun til að geta gert eitthvað skemmtilegt á ævinni?

Væri ekki nær að lækka skatta á þá sem eru að reyna láta enda ná saman á launatekjum sínum? Þá sem hafa ekki sótt sér menntun og vinna láglaunastörf? Af hverju á að hækka skatta á láglaunafólk til að námsmenn í langskólanámi - læknanir, verkfræðingarnir og aðrir - geti haft það náðugt frá vöggu til grafar?

Er elítuhyllin ekki komin aðeins of langt?

Auðvitað eru til námsmenn sem eiga lítið á milli handanna og berjast við að halda sér í námi. Ég hygg samt að þetta séu undantekningatilvik sem má alveg aðstoða á annan hátt en að flytja fé úr vösum lágtekjufólks í vasa verðandi hátekjufólks. 


mbl.is Námsmenn fái þrjár milljónir í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband