Nauðsynleg samstaða í áríðandi máli

Alþingi sýnir mikil þroskamerki í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að afnema gjaldeyrishöftin á íslensku krónunni.

Alþingi hef­ur samþykkt frum­varp um af­l­andskrón­ur sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra lagði fram fyr­ir helgi.

Frum­varpið var samþykkt með 47 at­kvæðum. Sjö sátu hjá.

Þeir sem kusu gegn frumvarpinu voru einstaklingar eins og Katrín Jakobsdóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem munu vera á móti öllum lagafrumvörpum ríkisstjórnarinnar sem eru ekki aukin ríkisútgjöld eða ný höft eða skattar. 

Nú er að vona að ríkisstjórninni takist að klára þetta mál með öllu, helst fyrir haustið. Ef kosið er í haust og núverandi stjórnarandstöðuflokkum hleypt í ríkisstjórn verður þetta mál sett ofan í skúffu um langa framtíð. Það er engin einlæg ósk vinstrimanna að afnema nein höft á Íslandi því höft þýða völd í höndum hins opinbera. 

En munu þá ekki bara koma ný höft í staðinn? Kannski. Fráfarandi ríkisstjórn tókst að hækka skatta nálægt því 200 sinnum á einu kjörtímabili. Það er raunveruleg hætta á að vörugjöld snúi aftur sem og allir þeir tollar sem búið er að leggja af. 

Ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til að girða fyrir þetta og sýnir raunar slæmt fordæmi í mörgum málum, sérstaklega með hinum nýju búvörusamningum auk alltof hóflegra skattalækkana sem endurspegla alltof hægfara smækkun ríkisvaldsins. Hættan er skiljanlega og augljóslega sú að fólk sjái engan mun á ríkisstjórninni og vinstriflokkunum og verður það líklega hennar banabiti. Það er því þeim mun mikilvægara að klára afnám gjaldeyrishafta sem fyrst.  


mbl.is Frumvarp um aflandskrónur samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband