Fleira má nefna

Ég fagna því að Morten Lange tali sem rödd skynseminnar í umræðu um boð og bönn.

Hann bendir réttilega á að meiðsli má forðast á marga vegu. 

Til dæmis mætti útrýma alveg slysum vegna hjólreiða með því að banna hjólreiðar. Væri það ráð? Ef ekki þá er engu skárra að minnka hjólreiðar með því að skylda fólk til að vera með hjálm.

Íslendingar sem tala fyrir hjólreiðum nota stundum Danmörk sem fyrirmynd. Í Danmörku hjóla alls ekki allir með hjálm. Eru Danir ennþá fyrirmynd?

Það sem Morten Lange hefði mátt nefna en gerði ekki er að sá sem hjólar með hjálm líður eins og hann sé öruggari en án hjálmsins og á það þá til að hjóla hraðar eða óvarlegar. Höfuðslysin verða kannski vægari en gangandi vegfarendur verða fyrir barðinu á slíkri breytingu í háttarlagi.

Svipað á raunar við um bílbelti. Menn hafa reynt að réttlæta bílbeltaskyldu út frá öryggissjónarmiðum en það er því miður ekki einhlítt mál. Ökumenn í bílbeltum keyra einfaldlega óhræddari en þeir án bílbelta. Bílbelti eru vitaskuld góð hugmynd en ávinningurinn af notkun þeirra en ekki einhliða.

Svona mætti svo lengi telja. Er ég öruggari ef ég neyti bara löglegs varnings? Jú, jú á meðan ég drekk ekki hreinan vodka frá morgni til kvölds. Er ég óöruggari ef ég neyti ólöglegs neysluvarnings? Það fer eftir því hvort er skaðlegra - ein feit jóna á dag eða peli af vodka á dag. Þetta er afstætt og boð og bönn geta ekki tekið tillit til þess.

Jæja, þetta var smá útúrdúr.

Íslendingar, hjólið með eða án hjálms, og löggjafi - haltu þig fjarri!


mbl.is Ekki nota hræðsluáróður á hjólafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem sé þeir sem ekki nota hjálma og eru svo óheppnir að lenda í óhappi og slasast á höfði geta þá huggað sig við það að þeir hafi með hjálmleysinu stuðlað að því að því að enn fleiri eru að hjóla, jafnvel hjálmlausir og séu í sömu hættu.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 14:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir geta (vonandi) hugsað sinn gang. Sá á kvölina sem á völina.

Geir Ágústsson, 19.4.2016 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband