Ólafur Ragnar - Steingrímur J: 20:33

Tveir frægustu vinstrimenn Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon, heygja nú baráttu þar sem sá síðarnefndi er með gott forskot: Hvor situr lengur í stól sínum?

Þetta benda Þrestir Þjóðmála á (með tilvísun í Pál Vilhjálmsson). 

Markatalan í dag er 20:33, Steingrími J. í hag.

En þá segir kannski einhver: Það er munur á því að einn maður hafi ákveðin völd á sinni hendi og að deila völdum með 62 öðrum einstaklingum.

Jú mikið rétt, en stjórnarskráin er nú nokkuð skýr hvað þetta varðar: Öll völd forseta eru falin ráðherra að undanskildu því eina veigamikla atriði að forseti þarf að undirrita lög til að þau öðlist gildi. Það hefur Ólafur Ragnar samviskusamlega gert í 20 ár með örfáum (þremur eða fjórum?) undantekningum. Meiri eru völdin nú ekki. Í eitt skipti var það til að greiða fyrir Baugsfyrirtækinu en í hinum til að forða íslenskum almenningi frá skuldaklafa án hans beina samþykkis. 

En hvað um það - Steingrímur J. er með forystuna. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Fjölbreyttur ferill forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forseti þarf ekki að undirrita lög til að þau öðlist gildi. Neiti forseti að undirrita lög þarf að afnema þau með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau taka gildi strax og Alþingi samþykkir þau.

Davíð12 (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 23:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek undir ofanritaða athugasemd. Sá varnagli að forseti geti áfríað lögum og ákvörðunum þingsins til þjóðarinnar er lykilatriði lýðræðisins. Sá tilgangur einn réttlætir embættið fyllilega og tryggir líka sátt í samfélaginu á umrótatímum.

Þeir sem vilja tala niður gildi embættisins eru að mæla fyrir annari stjórnskipan en lýðræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2016 kl. 06:23

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það hefur vissulega sýnt sig að þinginu er ekki hægt að treysta í öllum málum. Hvort það réttlæti tugmilljóna útgjöld í embætti sem í 99,9% tímans er bara skrautfjöður er önnur saga. 

Ólafur hefur vissulega breytt embættinu til hins betra. Hann var einn fárra sem töluðu máli Íslendinga erlendis í kringum Icesave-málið og stóð á sínu. Hann virðist líka vera nokkuð laus við gamla, atkvæðaveiðandi, pópúlíska stjórnmálamanninn í sér. 

En sjáum hvað setur. Nú eru kosningar framundan og til Alþingis á næsta ári. Kapphlaupið heldur áfram. 

Geir Ágústsson, 20.4.2016 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband