Stormur í vatnsglasi

Þeir sem hafa ekki lesið grein Pawel Bartoszek, Svig Sigmundar, ættu að gera það. Hún er stutt. Tilvitnun:

Mín vegna mega menn vera ríkir og geyma peninga í útlöndum. En Sigmundur hafði talsverðra hagsmuna að gæta í samningum við kröfuhafa. Hann bað um umboð til að leiða þá samninga en þagði um hagsmunaáreksturinn. Væntanlega til að fólk myndi frekar kjósa hann. Hvað heitir það?

Þetta er kannski kjarni málsins. Hvorki Sigmundur né kona hans brutu lög en þau létu ýmislegt ósagt. Það er enginn glæpur fyrir hinn almenna borgara en staða Sigmundar var og er sérstök.

Nú vantar að vísu að sanna að vegna stöðu forsætisráðherra þá hafi eitthvað verið gert eða ákveðið á annan hátt en þann sem kom best út fyrir íslenskan almenning. Hefði einhver önnur leið en sú sem varð fyrir valinu orðið fyrir valinu? Var einhver að borga of lítið? Of mikið? Væri hætta á málaferlum frá erlendum kröfuhöfum orðið stærri eða minni? 

Ég er viss um að menn eyði næstu mánuðum í að grafa í því.

RÚV er hér að reyna blása til storms í vatnsglasi. 

Síðan er hollt að hafa eitt í huga: Menn væru ekki að leggja á sig mikinn kostnað og fyrirhöfn til að forða fé sínu frá verðbólgu og sköttum ef engin væri verðbólgan og engir væru skattarnir. Fé yrði því nýtt til fjárfestinga og geymt í vörslu þar sem það varð til en ekki annars staðar. 


mbl.is Mesti gagnaleki „sem um getur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ekki að neinn kippi sér upp við, að þeir sem geta, geymi fé í útlöndum.

Glæpur SDG er að leyna því og að geyma féð í alræmdu skattaskjóli sem OECD, sem Ísland á aðild að, berst gegn. Yfirlýsingar hans um að hann hafi greitt alla skatta hér eru hans orð sem skattayfirvöld geta ekki sannreynt.

Málið snýst heldur ekki um hvort hann hafi greitt alla skatta eða hyglað sjálfum sér í samningaviðræðum við kröfuhafa. Það snýst um að hann leyndi því að hann var sjálfur kröfuhafi og sat því beggja megin borðsins. Jafnvel þó að hægt væri að sanna, að hann hafi aðeins haft hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi, væri hann samt brotlegur. 

Forsætisráðherra sem skilur ekki, að það ber að gera meiri kröfur til hans en hins almenna borgara, er óhæfur. SDG er því bæði vanhæfur og óhæfur.

Málið snýst einnig um tvöfeldni SDG. Meðan hann sjálfur nýtir sér að geta geymt fé erlendis berst hann hatrammlega gegn því að almenningur geti það.

Mönnum sárnar einnig að forsætisráðherra hafi þannig átt tiltölulega stóran þátt á hinum miklu fjármagnsflutingum úr landi sem ollu hruni krónunnar 2008.

Mönnum blöskrar að forsætisráðherra telji sig aðeins þurfa að fara að lögum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 14:26

2 identicon

Thratt fyrir alla thessa illskeyttu umraedu um forsaetisradherra og Framsoknarflokkinn er sami flokkur og formadur hans Sigmundur ad auka fylgi sitt. Er thad ekki svo i sidustu skodanakönnun. Hverju saetir?

Kassandra (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 15:12

3 identicon

Er ekki hægt að kalla þetta leyndan galla?  Hann hirti öll atkvæðin af Lilju.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 15:44

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það væri Sigmundi til sóma að segja af sér og sýna þannig ákveðna iðrun og koma tvíefldur til leiks í næstu kosningum. Ríkisstjórn hans hefur, þrátt fyrir allt, áorokað nokkru.

Samúðarfylgi hlýtur að vera raðast á Framsókn núna. Stjórnarandstaðan spáir sennilega ekkert í því. Hún er of upptekin af heimatilbúnum stjórnskipulegum aðgerðum eins og að láta forseta "leysa upp ríkisstjórnina" og fleira slíkt sem á sér enga stoð í stjórnarskrá. 

Geir Ágústsson, 3.4.2016 kl. 15:46

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Hvorki Sigmundur né kona hans brutu lög.."

Ekki það nei?

Stjórnsýslulög nr. 37/1993, 3. gr:

3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
   1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
   2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
   3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.
   ...

4. gr. Áhrif vanhæfis.
Sá sem er vanhæfur til meðferðar máls má ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Honum er þó heimilt að gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að halda máli í réttu horfi á meðan staðgengill er ekki til staðar.

"Nú vantar að vísu að sanna að vegna stöðu forsætisráðherra þá hafi eitthvað verið gert eða ákveðið á annan hátt en þann sem kom best út fyrir íslenskan almenning."

Nei, það þarf ekkert að sanna það því hæfisreglum stjórnsýslulaga er alveg sama um hvort vanhæfi hafi slík áhrif í reynd eða ekki. Brotið gegn hæfisreglunum liggur fyrir og játningin á því líka.

"...en þau létu ýmislegt ósagt"

Skiptir engu máli, hæfisreglurnar leggja ekki þá skyldu á starfsmenn að upplýsa um vanhæfi sitt opinberlega, heldur að þá skuli þeir ekki taka þátt í meðferð máls, en að því virðist forsætisráðherra ekki hafa gætt.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2016 kl. 16:08

6 Smámynd: Starbuck

Sigmundur og aðrir stjórnmálamenn ætlast til þess að við borgum skattana okkar til fulls - ert þú Geir að reyna verja það að þeir komi sér hjá því að borga sína??? Ef Sigmundi finnst skattarnir of háir og verðbólgan of mikil þá á hann einfaldlega að líta í eigin barm - það er nú einu sinni hann sem er í valdamesta embætti landsins og það er hans vinna, sem við borgum honum laun fyrir, að gera eitthvað í því að draga úr verðbólgu og hætta óhóflegri skattlagningu!

Starbuck, 3.4.2016 kl. 16:13

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ársverðbólga á Íslandi er núna aðeins 1,5%.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2016 kl. 16:16

8 identicon

Geir, hverju hefur ríkisstjórnin áorkað? Vissulega er útlitið í efnahagsmálum gott. Ástæðurnar eru gífurleg aukning erlendra ferðamanna, hátt aflaverðmæti, lágt olíuverð og samningurinn við kröfuhafa.

þrjú fyrstu atriðin á ríkisstjórnin engan þátt í enda er þar um að ræða ytri aðstæður. Samningurinn við kröfuhafa er á þann veg sem fyrri ríkisstjórn stefndi að en Framsókn var á móti. Þá þegar lýsti seðlabankinn því yfir að kröfuhafar þyrftu að gefa eftir 3/4 hluta krónueigna sinna til að tryggja stöðugleika. 

Það var seðlabankinn sem vann þetta samkomulag fyrir Fjármálaráðuneytið. Ekkert bendir til að niðurstaðan hefði orðið verri ef vinstri stjórnin hefði fengið að klára málið.

Listinn yfir afglöp og vanrækslusyndir núverandi ríkisstjórnar er hins vegar orðinn æði langur, svo langur að ég legg ekki í að telja allt upp hér. Flest hefur einkennst af því að færa fé frá hinum efnaminni til hinna efnameiri. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 17:34

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Þú ert greinilega í þeim litla hópi fólks sem telur góðan efnahagslegan árangur bara falla af himnum ofan. Ég fagna slíkri trú á lækningarmátt alheimsins en get því miður ekki tekið undir hana.

Hvað varðar tilvísanir í stjórsýslulög - afar fróðlegt efni sem mætti sjást víðar - þá geri ég ráð fyrir að einhvers staðar sé verið að safna efni í ákæru fyrir dómstólum (þeim sem eru skipaðir dómurum en ekki meðlimum af athugasemdakerfum fjölmiðlanna). Tíminn mun leið það í ljós. 

Geir Ágústsson, 3.4.2016 kl. 18:59

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Starbuck,

Ég er fyrst og fremst hlynntur því að menn fari að lögum en séu lögin ósanngjörn eða óréttlát - stígi varlega til jarðar.

Íslensk landslög gera beinlínis ráð fyrir að hægt sé að fresta skattgreiðslum á meðan safnað er í sjóði erlendis (en greiða síðan fullan þunga skattheimtunnar þegar til útborgunar kemur). Lái þeim sem vilja geyma peningana sína í evrum, gulli, fasteignum í Berlín eða á Bermúda-eyjum (eins og Björk Guðmundsdóttir, dóttir verkalýðsforingja og söngkona með meiru). Á móti kemur að skattkerfið kemur mun víðar við en í launagreiðslum landsmanna (virðisaukaskattar, tollar, bensingjöld og hvaðeina leggjast á alla sem stíga fæti á Íslandi í styttri eða lengri tíma).

Geir Ágústsson, 3.4.2016 kl. 19:03

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hmm... af hverju lét Sigmundur ekki innsigla þessi gögn í 30-80 ár?  Þetta eru jú persónuupplýsingar.

Það gekk svo vel hjá fyrirrennurum hans. 

Ásgrímur Hartmannsson, 3.4.2016 kl. 19:55

12 identicon

Geir, heldurðu virkilega að stóraukinn ferðamannafjöldi, hækkað aflaverðmæti og lækkað olíuverð á heimsmarkaði sé íslensku ríkisstjórninni að þakka? Eða heldurðu að þessi atriði eigi engan þátt í uppganginum?

Hvað finnst þér um að SDG sé að eigna sér allan heiðurinn af niðurstöðunni í samningunum við kröfuhafa bankanna? Sigmundur vildi fara aðra leið auk þess sem málið var á vegum fjármálaráðuneytisins.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 20:41

13 identicon

Þetta endar kannski með að Ólafur Ragnar Grímsson forseti gefur kost á sér aftur til að standa vaktina meðan þjóðarskútan fer í slipp til viðgerðar

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 23:03

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Stormurinn í vatnsglasinu, varð á endanum að fellibil Geir. það á ekki að skipta máli hvar fólk er statt í pólitík, það hefur skoðun á þessu, þá skoðun að SDG sé crook, einfaldur íslenskur bersevisser, sú var myndin af honum(alvöru mynd). Verð samt að taka fram, ég skil SDG mæta vel, myndi gera það sama, enda hef ég enga trú á krónuni. Það eina sem ég myndi passa mig á að gera ekki, er að verða ekki þjóðkjörinn, og alls ekki forsætisráðherra! 

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband