Afsögn já, en kosningar varla

Forsætisráðherra myndi gera ríkisstjórn sinni mikinn greiða með því að segja af sér og biðjast á þann hátt afsökunar á ýmsu í háttarlagi sínu og eiginkonu sinnar. Hér skiptir orðið minna máli að öllum lögum hafi verið fylgt og að engar sannanir séu fyrir því að persónulagir hagsmunir hafi haft áhrif á stjórnsýsluaðgerðir. Hann situr ekki áfram nema beina öllu kastljósinu að sér og frá verkum ríkisstjórnarinnar.

Að boða til kosninga væri hins vegar glapræði. Nú stefnir í að vinstrimenn, undir handleiðslu Pírata, vinni sigur ef kosið yrði í dag. Ríkisstjórninni ber skylda til að sitja sem lengst til að bægja þeim örlögum frá (og er með fullt umboð til þess frá seinustu kosningum). Best væri að ríkisstjórnin tæki rækilega til hendinni seinasta starfsár sitt og afnæmi heilu lagabálkana, kæmi stórum afkimum ríkisvaldins út á hinn frjálsa markað og legði niður allar viðskiptahindranir við Ísland.

Því minna sem ríkisvaldið er við næstu kosningar, því minni hætta er á að vinstrimenn fari hér aftur um með ránshendi eins og eftir kosningarnar 2009. 

Kjósendur gætu þá e.t.v. byrjað að greina mun á íslenskum hægrimönnum og íslenskum vinstrimönnum en sá munur er að mörgu leyti frekar ógreinilegur í dag (fyrir utan þá staðreynd að skuldir ríkisins eru að lækka og skattahækkunarhrinurnar hætta að dynja á í sífellu). 

Sigmundur segir vonandi af sér og ríkistjórnin tekur vonandi til hendinni í kjölfarið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband