Föstudagur, 4. mars 2016
Þotuliðið mun ekki sætta sig við þetta
Kæra hefur verið lögð fram á hendur Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli vegna brots á áfengislögum. Kærendur, HBO vín ehf., vilja meina að engin lagaheimild sé fyrir hendi til þess að selja áfengi í Fríhöfninni.
Snillingar!
Ef dómstóll samþykkir þessa kæru og leggur á lögbann á tollfrjálsa áfengissölu í íslenskum flugvöllum er ljóst að þotuliðið verður brjálað. Opinberir embættismenn og vel borgaðir viðskiptaferðalangar líta á aðgengi að tollfrjálsu áfengi sem nokkurs konar fríðindi eða bónus. Þetta fólk á fulla vínskápa af koníak, vodka og gini sem sauðsvartur almúginn getur ekki leyft sér að kaupa á venjulegu verði í tolluðum vínbúðunum.
Um leið er þotuliðið á því að áfengi til almennings eigi að vera dýrt og óaðgengilegt - annars fara allir sér jú að voða, ekki satt?
Ef fríhafnaráfengi hættir að vera í boði mun þotuliðið ekki sætta sig við það. Áfengislöggjöfinni verður breytt á slíkum hraða og í slíkri fjarveru umræðu á Alþingi að furðu sætir. Löggjöfinni verður ekki breytt til rýmkunar á sölufyrirkomulagi áfengis heldur eingöngu til að koma til móts við þotuliðið svo það geti áfram haft aðgang að tollfrjálsu áfengi. Vínbúðir ríkisvaldsins munu standa óhreyfðar á einokunrstalli sínum utan flugvallanna.
Þetta verður spennandi mál, en um leið svo fyrirsjáanlegt.
Bannað að selja áfengi í Fríhöfninni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já mjög merkilegt. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort flugliðar séu ekki hlutfallslega fleiri á Vogi en aðrar starfsstéttir. Það væri þá í samræmi við spár hörmunga spámanna.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2016 kl. 08:05
Nú eða fólki með vel yfir meðaltekjur sem ferðast að jafnaði meira en annað fólk og kemur klyfjað út úr fríhöfninni eftir hverja ferð (fyrir utan allt sem var drukkið á meðan á ferðalaginu stóð). Það telur sig samt sennilega ekki eiga við vanda að stríða þótt það stúti vínflösku á dag því vín er jú ekki áfengi heldur lífsstíll.
Geir Ágústsson, 4.3.2016 kl. 10:23
Er þetta ekki bara fúll vínsali sem hefur ekki fengið vínin sín seld í Fríhöfninni? Fyrirtækið heitir HOB-vín.
Hvumpinn, 4.3.2016 kl. 15:03
Fólk sem er með lægri tekjur fer sjaldnar um fríhöfnina eðlilega. Mætti ekki gefa þeim sem ferðast sjaldan tækifæri á að versla í fríhöfnini á t.d. einu sinni ári?'Án gríns þá er þetta mismununun á tekjuhópum . ÁTVR/ Vínbúðin gæti verið þarna fyrir utan tollhliðið og selt á sama verði og annars staðar.
Hörður Halldórsson, 4.3.2016 kl. 15:43
Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort vínsala verður lögð niður í Fríhöfninni eða ekki. Ferðalangar á útleið kaupa þá bara sitt vín í vínbúðum á áfangastað - sem er yfirleitt á svipuðu verði, og ferðalangar á heimleið í fríhöfnum brottfararstaðar. Erlendar fríhafnir munu aðeins hagnast á sölubanni hér.
Fríhafnarsalan er einfaldlega þjónusta við ferðalanga, ekki annað.
Kolbrún Hilmars, 4.3.2016 kl. 15:57
Ef dómsstólar komast að því að þetta sé í lagi, sé ég enga fyrirstöðu fyrir menn að opna einkarekna vínbúð t.d. í Kringlunni.
Steinarr Kr. , 6.3.2016 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.