Hvernig á að auka verðmæti ríkiseigna?

Borgunarmálið svokallaða er kristalskýrt dæmi um glapræðið sem felst í eignarhaldi ríkisvaldsins. Í slíku eignarhaldi blandast saman klíkuskapur, rekstrarfræðilegar forsendur, afskipti stjórnmálamanna sem hafa aldrei stundað viðskipti og auðvitað almenningsálitið stórkostlega.

Í allri umræðunni um þetta mál er spáð mikið í það hvað ríkisvaldið á eða er að fara á mis við. 

Í því samhengi er hollt að hafa eitt í huga: Eignir sem ríkisvaldið selur verða umsvifalaust verðmætari. Þetta er engin töfraformúla. Um leið og eignir losna úr klóm ríkisvaldsins byrja þær að lúta venjulegum markaðslögmálum þar sem eini mælikvarðinn (með örfáum undantekningum) er verðmætasköpun þeirra fyrir eigendurna. Þær hætta að verða pólitísk bitbein. Það út af fyrir sig eykur verðmæti eignar. 

En getur ríkisvaldið ekki selt eignir og gert ráð fyrir að fá hátt verð út á vitneskju verðandi eigenda um að eignin verður þeirra og laus undan pólitískum afskiptum? Jú, að hluta til, en þá kemur að öðru: Enginn getur séð inn í framtíðina og séð fyrir þau tækifæri sem frjáls eign getur boðið upp á. Spádómsgáfan getur þess vegna verið á hinn bóginn - að ríkiseign sé keypt á háu verði og reynist síðan vera án verðmætaskapandi eiginleika. Þannig mætti ímynda sér að ef Reykjavíkurborg seldi bókasöfn sín þá myndu þau heyra sögunni til örfáum misserum seinna á sama hátt og Blockbuster-keðjan varð að sögulegum minjum á örfáum misserum, nú eða Kodak-fyrirtækið eins og frægt er orðið. Þessi óvissa sem myndast þegar eign fer úr vernduðu umhverfi opinbers eignarhalds og inn í óvissan raunveruleikann kostar. 

Landsbanki Íslands er líklega verðminni í dag en daginn eftir að hann verður seldur þegar að því kemur - að stórum hluta til af þeirri ástæðu að hann er ríkiseign. 


mbl.is Borgunarsalan „augljóst klúður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband