Vandi frjálshyggjumanna

Frjálshyggjumenn eiga oftar en ekki viđ mikinn vanda ađ etja ţegar kemur ađ ţví ađ reyna hafa áhrif á stjórnmálin. Vandinn kemur fram í mörgum ţáttum.

Stjórnmálaflokkar

Stjórnmálaflokkar eru ţeir sem velja menn sem fara á frambođslista og enda á Alţingi. Ţátttaka í ţeim er um leiđ ţátttaka í starfsemi ríkisvaldsins, beint eđa óbeint. Frjálshyggjumenn vilja ekkert eđa sem minnst ríkisvald. Ţeir hafa yfirleitt áhuga á einhverju öđru en starfi stjórnmálamannsins. Ţátttaka ţeirra í starfsemi ríkisvaldsins međ ţađ ađ markmiđi ađ hafa áhrif er eins og ţátttaka grćnmetisćtunnar í samtökum grísakjötsframleiđenda. Grćnmetisćtan ćtlar sér ađ vinna ađ minnkandi framleiđslu grísakjöts og helst algjörri eyđingu hennar en ekki auknum framgangi hennar. Hún starfar međ grísakjötsframleiđendum međ óbragđ í munni en sér ekki ađrar leiđir fćrar til ađ berjast fyrir málstađ sínum.

Hagsmunir

Hagsmunir ríkisvaldsins eru ađrir en hagsmunir frjálshyggjumanna og raunar almennings. Hjá ríkisvaldinu starfar fólk á föstum launum sem hefur persónulegan hag af ţví ađ ríkisvaldiđ hafi sem mest ađ gera og ađ áhrif ţess séu sem mest. Ţetta fólk hefur ađgang ađ skattfé almennings og öllum áróđursvélum hins opinbera, er oftar en ekki međ greiđan ađgang ađ fjölmiđlum og mikil ítök í skođanamyndun kjósenda. Frjálshyggjumenn ţurfa ađ eiga viđ ţetta ofurefli í eigin frítíma, viđ hliđ dagvinnu sinnar, og nota til ţess mjóa rödd sem fćr sjaldan áheyrn. 

Skattgreiđandinn sem missir 100 krónur á mánuđi úr veski sínu vegna einhverrar starfsemi hins opinbera spáir lítiđ í ţví. Sá sem tekur viđ ţessari fjárhćđ og annarri eins frá öllum öđrum skattgreiđendum hefur milljónir ađ verja fyrir niđurskurđi. Hans hagsmunir snúast um lífsviđurvćriđ. Skattgreiđandinn má sín lítils ţegar hann reynir ađ verja 100 kr. sparnađ fyrir sjálfan sig.

Völdin

Ţeir sem kjósendur kjósa til valda eru komnir í góđa stöđu ţví fyrir utan fríđindin, utanlandsferđirnar og eftirlaunin eru ţeir međ völd. Ţeir geta hrint hugmyndum sínum í framkvćmd og eru varđir af stjórnarskrá fyrir nokkrum afskiptum af ţeim hugmyndum. Ađ kjósa stjórnmálaflokk er ţví ađ kjósa fólk til valda og völd eru lokkandi fyrir marga. Frambjóđandi sem lofar ţví ađ minnka ríkisvaldiđ og lćkka skatta er kominn í einkennilega stöđu ţegar hann er kominn á ţing ţví hann gćti veriđ ađ grafa undan eigin stöđu og völdum. Fćstir ţingmenn standast ţá freistingu ađ styrkja völd sín. Frambjóđandinn og ţingmađurinn eru oft tvćr fullkomlega ólíkar manneskjur.

Kosningar

Međ ţví ađ kjósa er veriđ ađ veita stuđning viđ ţađ fyrirkomulag ađ sumir eigi ađ ráđa öđrum hvort sem manni líkar betur eđa verr. Međ ţví ađ sleppa ţví er veriđ ađ afhenta ţennan stuđning til annarra - ţeirra sem í raun vilja ađ sumir ráđi yfir öđrum, ţar á međal ţeim sem vilja ekki ađ sumir ráđi yfir öđrum. Sumir frjálshyggjumenn velja ađ kjósa ekki og af góđum og gildum ástćđum. Ađrir kjósa ţví ţeir telja ţađ vera ţađ illskásta í stöđunni. 

Sjálfur hef ég ekki tekiđ virkan ţátt í stjórnmálaflokkum og kýs sjaldan. Stjórnmál eru hins vegar fyrirferđarmikiđ hugđarefni hjá mér. Ég er ađ ţessu leyti tvískiptur persónuleiki.

Megi sem flestar frjálshyggjumenn berjast fyrir góđum sćtum á frambođslistum í nćstu kosningum og í sem flestum flokkum svo ég sjái tilganginn í ađ kjósa og geti síđan látiđ rödd mína heyrast í ţeirra eyru eftir ađ á ţing er komiđ!


mbl.is Deilir ekki áhyggjum Birgittu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get tekiđ undir ţađ međ ţér ađ ţađ er ţýđingarlaust ađ kjósa.  Ţađ er búiđ ađ klína merkimiđum á allt saman og fólk hirđiđ lítiđ um innihaldiđ.  Ţađ sést best í Rússamálinu hve allir ţessir merkimiđar eru merkingarlausir í raun.  Svokallađir friđarsinnar tengja friđsamleg samskipti viđ kaupmennsku, gróđahyggju og önnur álíka orđ sem ţeir spýta út úr sér međ fyrirlitningu og styđja í stađinn fjandskap, hernađ og stríđ :)

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 28.1.2016 kl. 08:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband