Þingvallastjórnin?

Eru GHH og ISG viljandi að funda á Þingvöllum til að reyna hafa áhrif á "nafn" stjórnarinnar (ef eitthvað verður)? Ef svo er þá er auðvitað snjall leikur að velja Þingvelli. Orðið "Þingvallastjórnin" er nokkurn veginn eins hlutlaust og hægt er að hugsa sér, og mun jafnvel eitt og út af fyrir sig gefa stjórninni ákveðinn velvilja í upphafi.

Annars er það kannski helst í fréttum af íslenskum stjórnmálum að sumarleyfi þingmanna taka nú við með tilheyrandi stoppi í nýjum reglugerðum og ríkisafskiptum í rúma þrjá mánuði. Ánægjulegur tími það. Sumarleyfi þingmanna mætti gjarnan framlengja til jóla og láta jólafríið taka við eftir það. Ég efast um að 300.000 manna samfélag geti verið uppspretta svo mikilla "verkefna" og afskipta fyrir 63 einstaklinga (plús ráðuneyta og ógrynni opinberra stofnana) að þeir hafi um eitthvað að ræða í meira en 2-3 mánuði á ári. 


mbl.is Fundur stendur enn yfir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband