Þegar fjandanum er boðið í heimsókn

Hryðjuverk voru framan í París í gær og hátt í tvö hundruð manns liggja í valnum. Þetta eru voðaverk sem munu draga langan dilk á eftir sér og setja allan hinn vestræna heim í viðbragðsstöðu í ófyrirséðan tíma.

Ég vona að menn fari nú að íhuga aftur hvaða ástand hefur myndast og hefur verið að myndast lengi.

Hernaðarbrölt vestrænna ríkja í Miðausturlöndum er óvinsælt víða. Þar eru vestrænar þjóðar að reyna hafa áhrif á það hver ræður yfir hvaða skika. Þetta gerir hryðjuverkasamtökum auðvelt fyrir að afla sér stuðningsmanna. Viðvarandi fátækt svæðisins stuðlar að því sama. Fátæktinni er auðvitað ráðamönnum í Miðausturlöndum sjálfum að kenna en með því að geta alltaf bent á vestræna hermenn a svæðinu er hægt að búa til blóraböggul úr vestrænum ríkjum.

Flóttamenn streyma frá Miðausturlöndum og inn í frjálslyndari ríki Evrópu. Sumir eru að flýja stríð en flestir eru bara að flýja fátæktina. Þeim er hleypt inn og oftar en ekki settir á opinbera framfærslu. Múslímar eru ekki mjög hrifnir af því að umgangast hina ótrúuðu (þótt það sé ekkert vandamál að taka við peningum þeirra) og hrúga sér saman á sömu hverfin. Þar er auðvelt fyrir málpípur íslamista að ná til þeirra og halda áfram predikunum um hin hræðilegu Vesturlönd ótrúaðra. Hryðjuverkamenn eru framleiddir í stórum stíl. Þeir nýta sér umburðarlyndi vestrænna ríkja og frelsið til að ferðast um og tjá sig til að sá hatri og undirbúa voðaverk gegn saklausu fólki. Þeir telja sig jafnvel vera að hefna fyrir hernaðarbröltið um leið og þeir kaupa sér aðgöngumiða að Paradís íslam með því að slátra ótrúuðum.

Frakkland virðist ætla að verða sérstaklega mikið fyrir barðinu á heimaöldum hryðjuverkamönnum, enda ekki langt síðan árásirnar voru gerðar á skrifstofu Charlie Hebdo.

Þetta er samt ekki búið og fjarri því. Í allri Evrópu eru reiðir múslímar að undirbúa aftökur á saklausum borgurum - körlum, konum og börnum. Það verður erfitt að eiga við þetta því milljónir múslíma hafa komið sér vel fyrir í hverfum sem þeir telja vera sitt sjálfstæða umráðasvæði og lögreglan þorir varla inn í lengur. Frönsk yfirvöld hafa raunar kortlagt þau svæði þar sem þau telja sig ekki lengur vera með full yfirráð og hvetja almenna borgara til að halda sig fjarri. Þar geta útsendarar íslam safnað liði í næstu voðaverk sín í sama ríki og umber ferða- og málfrelsi þeirra sjálfra!

En hvað er til ráða?

Mín stærsta von er að einhver vísindamaðurinn finni bráðum upp óendanlega orkuuppsprettu, svo sem kaldan samruna, sem gerir olíu óþarfa. Þar með þarf ekki lengur að treysta á Miðausturlönd fyrir hagstæða orku. 

Vestræn ríki ættu að draga hermenn sína út úr Miðausturlöndum hið fyrsta og einbeita sér að því að verja eigin landamæri. Þannig missa herskáir múslímar blóraböggul og um leið verður erfiðara fyrir þá að safna liði í hersveitir sínar. 

Vestræn yfirvöld eiga svo að reyna ná aftur yfirráðum yfir svæðum sem múslímar stjórna í evrópskum borgum og þefa uppi hryðjaverkamenn í þeirra röðum og senda þá til síns upprunaríkis.

Velferðarkerfið ætti svo að leggja niður eins hratt og hægt er svo fólk sem flýr fátækt dragist ekki á spena þess. Flóttamenn frá fátækt munu áfram finnast en þeir verða þá hluti af vinnuafli viðtökuríkisins en ekki hluti af bótaþegum þess.

Síðan mætti benda Miðausturlöndum á að fátækt þeirra er heimatilbúin og afleiðing hagstefnu en ekki einhver bölvun sem kom af himnum ofan. Arabar kunnu að framleiða verðmæti og verða ríkir einu sinni. Þeirra fátækt er sköpunarverk þeirra sjálfra.

Hryðjuverkin í París verða vonandi til þess að menn byrji að hugsa um þessi mál upp á nýtt. Þau eru hræðilegur vitnisburður um ofstæki og hatur sem blómstrar sem aldrei fyrr.


mbl.is Hryðjuverkin á sex stöðum í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband