Stjórnmálamenn í Matador

Stjórnmálamenn elska að spila Matador með raunverulegar eignir, fyrirtæki og peninga annarra. Þeir fá hreinlega aldrei nóg af því. Ríkisvaldið er með puttana í svo mörgu að þeir hafa úr nægu að moða.

mtNú tala þeir um að bankar eigi að vera svona en ekki hinsegin. Sumir mega lána og aðrir ekki. Þeir sem gera eitt mega ekki gera hitt. 

Vandamálið er oftar en ekki það að ef bankarekstur fer illa þá lendir kostnaðurinn á ríkissjóði og þar með skattgreiðendum. Það vill enginn. En í stað þess að draga ríkisvaldið út úr málinu alveg er sífellt verið að breyta lögum og reglur, ábyrgðum og eftirliti.

Ef sjoppa fer á hausinn af því hún stækkaði við sig og fór úr hreinni nammisölu yfir í sölu á bæði nammi og pulsum og hamborgurum þá finnur enginn fyrir því nema eigandi sjoppunnar og þeir sem lánuðu til rekstursins. Sama lögmál á að gilda um allt, hvort sem það eru fatahreinsanir sem taka við "innistæðum" í formi skítugs klæðnaðar eða bankar sem taka við fé og lána út á vöxtum.  


mbl.is „Tækifæri til aðskilnaðar er núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband