Aukum frekar umsvif ÁTVR

Aðdáendur ÁTVR bera á borð tvenns konar rök fyrir tilvist þess:

- Að það takmarki aðgengi að áfengi (svo Íslendingar fari sér ekki að voða).

- Að það bjóði upp á gott úrval og mikla þjónustu (svo Íslendingar kvarti ekki of mikið og heimti að ÁTVR verði lagt niður og að stórmarkaðir fái að spreyta sig).

Þetta eru mótsagnarkennd rök en heyrast oft og jafnvel samhliða.

En gott og vel, nú er ÁTVR til. Engu að síður dylst engum að áfengi er keypt af mun fleirum. Hægt er að flytja það inn frá útlöndum og fá sent heim að dyrum án aðkomu ÁTVR. Landabruggarar þrífast víða ágætlega. Fríhafnaráfengið streymir til landsins. 

Svipaða sögu má svo segja um fíkniefni. Hægt er að flytja það inn frá útlöndum og fá heimsent. Fíkniefni eru ræktuð og búin til víða í bílskúrum landsins. Ferðalangar bera það til landsins í töskum sínum. 

Er ekki nærtækt að ÁTVR taki þá einnig að sér innflutning, framleiðslu og sölu á fíkniefnum? Öll sömu rök mætti nota:

- Að það takmarki aðgengi að fíkniefnum (svo Íslendingar fari sér ekki að voða). 

- Að það bjóði upp á svo gott úrval og mikla þjónustu (svo Íslendingar kvarti ekki of mikið og heimti að götusalan fái einnig að spreyta sig). 

Leggjum ekki ÁTVR niður. Víkkum frekar starfssvið þess í ÁTFVR - Áfengis-, tóbaks- og fíkniefnaverslun Ríkisins. 


mbl.is Vilja ekki áfengi í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Góð hugmynd.  Hinsvegar verður nafn fyrirtækisins ansi langt, þykir mér, hvað með: Alhliða Vímuefna Sala Ríkisins? (SKT: AlVíSaR)  Þjált.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.11.2015 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband