Frjálshyggjumenn sem láta verkin tala

"Erhvervsledere, som ikke går ud og blander sig i debatten nu, må have en plan klar om at flytte til udlandet."

Þetta sagði bankastjóri danska fjárfestingarbankans Saxo Bank, Kim Fournais, við Nyhedsavisen um daginn. Bankinn ákvað nýlega að styrkja nýjan danskan stjórnmálaflokk, Ny Alliance, um milljón danskar krónur til að aðstoða flokkinn við að breiða út boðskap flatrar skattprósentu í Danmörku og útrýma hinu eyðileggjandi þrepaskattkerfi sem er að valda hagkerfinu miklum vandræðum. 

Danir kljást við skort á vinnuafli og það er fyrirséð að með aukinni samkeppni vegna opnun heimsmarkaðarins mun Danmörk lenda í miklum vandræðum vegna dalandi samkeppnishæfni. Í Danmörku er að finna einn sveigjanlegasta vinnumarkað Vestur-Evrópu - hérna er nánast hægt að reka og ráða frá degi til dags - og af því leiðir gott atvinnuástand, og nú er svo komið að ekki er meira vinnuafl að fá og skattkerfið refsar grimmilega þegar einhver vogar sér að taka að sér meiri vinnu (sjálfur fæ ég t.d. bara um helminginn af tímakaupi minna yfirvinnutíma útborgaða).  Bankastjórar Saxo Bank hafa áttað sig á þessu og vilja nú blanda sér í pólitíska umræðu með fjárstyrkjum til þeirra sem eru líklegir til að komast í stöðu til að breyta ástandinu.

Þetta er til mikillar fyrirmyndar. Á Íslandi eru fjölmargir stjórnendur fyrirtækja sem vita að þeir fá ekki meira vinnuafl nema með ærnum tilkostnaði, og vita líka að ef vinstrimenn komast til valda þá muni skortur á vinnuafli ekki verða vandamál því fyrirtækjum þeirra verður refsað fyrir velgengni með hærri sköttum og fleiri viðskiptahöftum. Engu að síður ákveða þessir stjórnendur að halda kjafti því þeir óttast neikvæða athygli. Stoðtækjafyrirtækið Össur ákvað til dæmis að flytja framleiðslulínu til Íslands þegar skattar á hagnað fyrirtækja voru lækkaðir í 18%.  Ef skattarnir hækka aftur mun sá möguleiki ekki lengur vera til staðar og framleiðslan flyst aftur til útlanda (með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn). Af hverju blanda stjórnendur fyrirtækisins sér þá ekki í umræðuna þegar hún snýst um að hækka skatta á fyrirtæki? Að hluta, auðvitað af því fyrir fyrirtækið er spurningin bara um að flytja framleiðsluna annað, en að hluta örugglega vegna þess að óttinn við neikvæða athygli vinstrimanna er mikill. 

Frelsi gagnast öllum, en þeir sem trúa á aukin völd ríkisins leiða það hjá sér. Stjórnendur fyrirtækja vita almennt að aukið frelsi og minnkandi ríkisvald mun veita svigrúm til aukins vaxtar, hærri gróða og fleiri viðskiptatækifæra. Engu að síður eru þeir þögulir í samfélagsumræðunni. Þetta eru mistök að mínu mati nema, eins og Kim Fournais sagði, stjórnendur fyrirtækja eru með tilbúna flóttaleið til útlanda við höndina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha Baugsstjórn

leeds (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nei, málfrelsi.

Geir Ágústsson, 20.5.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband