Óvænt eða ekki?

Það að öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa nú meirihluta, hafnaði því að hætta fjárútlátum til Írak-stríðsins finnst mörgum sennilega vera óvænt tíðindi. Demókratar, sérstaklega þeir sem nú eru í kosningabaráttu innan flokksins til að verða forsetaútnefning hans til forsetakosninga í Bandaríkjunum, hafa haft hátt um áætlanir sínar um að "enda stríðið" í Írak. Hvað gera þeir svo þegar á hólminn er komið? Samþykkja fjármögnun á áframhaldi þess!

Þetta kemur eflaust sumum á óvart, en ekki mér. Þingmenn í kosningabaráttu og þingmenn sem hafa atkvæðisrétt á löggjafarsamkundum eru tveir ólíkir hópar. Fyrri hópurinn er að reyna komast til valda og lætur frá sér allt sem fellur vel að eyrum kjósenda. Síðari hópurinn ber ábyrgð og þarf að íhuga afleiðingar gjörða sinna.

Svipað dæmi má taka af stjórnmálamönnum í stjórnarandstöðu eða kosningabaráttu sem kalla á "tafarlausar aðgerðir" gegn útblæstri CO2 í andrúmsloftið. Þingmenn í stjórn haga sér öðruvísi en stjórnarandstaða og fólk í kosningabaráttu því þeir í stjórn þurfa að bera hitan og þungan af ákvarðanatökunni. Stórtækar aðgerðir gegn bruna jarðefnaeldsneytis er fata af sandi í bílvél á ferð. Hagvöxtur, atvinnutækifæri og almenn velferð almennings líður fyrir aðgerðir gegn orkunotkun, og stjórnmálamenn sem viljandi og meðvitað skaða hagvöxtinn fá ekki endurnýjað umboð til að stjórna. 

Annars mæli ég sterklega með því að Kaninn og bandamenn hans dragi sig út úr Írak hið fyrsta. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa borga fyrir lögreglu í öðrum löndum, og með skynsamlegum skrefum er vel hægt að koma erlendu herliði út úr landinu (helst þannig að ekki brjótist út borgarastyrjöld meðal stríðandi fylkinga íslam þar á bæ).


mbl.is Öldungadeild hafnaði tillögu um að hætta fjármögnun Íraksstríðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband