Kjaftaklúbbur á kostnað skattgreiðenda

Nú á að stofna enn einn kjaftaklúbbinn á kostnað skattgreiðenda. Er engin leið til að fá opinbera starfsmenn til að tala um áhugamál sín í sínum eigin frítíma? Nú eiga umræður um framtíð Íslands sér stað í öllum heitapottum Íslands, daglega, svo dæmi sé tekið. Væri ekki ódýrara að koma bara fyrir upptökutækjum þar og láta tölvu færa tal yfir í texta og prenta sjálfkrafa út í prentara ráðherra?

Ég legg til að ráðherra láti það verða sitt fyrsta verk í framtíðinni að leggja niður Framtíðarsetur Íslands. 


mbl.is Framtíðarsetur Íslands stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Telur þú að Seðlabanki Íslands verði einhverntímann lagður niður?

Refsarinn (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 19:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ætli þeir sem börðust á sínum tíma fyrir afnámi löglegs þrælahalds hafi ekki verið spurðir svipaðrar spurningar?

Svarið í báðum tilvikum er samt það sama: Það er líklega engin pólitísk von um að það gerist hér og nú, en samt baráttumálið að svo verði.

Geir Ágústsson, 24.10.2015 kl. 01:23

3 identicon

Það vantar alvöru frjálshyggjuflokk á Íslandi.

Refsarinn (IP-tala skráð) 24.10.2015 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband