Flott aðgerð sem kennir okkur ýmislegt

Verkfall lögreglu og skyndileg bylgja veikinda meðal lögreglumanna kennir okkur ýmislegt. Enn starfar samfélagið og ekki hafa enn borist fréttir af stórkostlegri aukningu ofbeldisglæpa og þjófnaða. Það sýnir okkur að þeir lögreglumenn sem þó mæta í vinnuna og halda heilsu eru að gera eitthvað, t.d. forgangsraða í þágu ofbeldisglæpa og þjófnaða.

Þetta byggi ég að vísu bara á tilfinningu en látum okkur sjá. Á Íslandi er bannað að gera alveg ótrúlega mikið og á könnu lögreglu er að framfylgja svo mörgum lögum, reglum, boðum og bönnum að það er ótrúlegt. Auðvitað sleppa mörg brot í gegn en nú má ætla að allskyns fórnalambalaus brot fái enn minni forgang. Lögreglan brýst inn á færri heimili til að gera plöntur upptækar, hellir úr brúsum færri unglinga, áreitir færri nektardansara og fjárhættuspilara og lætur þá í friði sem keyra um bílbeltalausir.

Lögreglan er hérna ómeðvitað að gefa skilaboð til stjórnmálamanna: Fækkið í lagasafninu og löggæslan hættir að krefjast meiri og meiri fjármuna. 


mbl.is Mikil veikindi meðal lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáum hvernig ástandið verður eftir nokkrar vikur ef áfram verða "veikindi". Ég held að þessir 4 klukkutímar sem liðnir eru segi okkur ekki mikið.

Davíð12 (IP-tala skráð) 9.10.2015 kl. 12:43

2 identicon

Ég vona að þeir fari vel með sig.  Mæli með góðu tei og rólegheitum heima við næstu daga.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.10.2015 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband