Nú stendur ríkissjóður vel og þá skal eyða!

Í ár stefnir í að ríkissjóðir verði rekinn með einhverjum afgangi og að byrjað verði að ganga á skuldahítina. Þá er hætt við að allskyns útgjaldahugmyndir skjóti upp kollinum og sýnist mér það vera raunin hér. Í stað þess að áhugamenn um tiltekið áhugamál standi straum af kostnaði áhugamáls síns þá er leitað í vasa skattgreiðenda.

Nú er Laxnesssetur ekki verri hugmynd en hver önnur til að eyða fé skattgreiðenda en það þýðir ekki að hún sé góð heldur að margar hugmyndir eru enn verri. 

Alþingi ætti að sýna sóma sinn í að loka á þessa hugmynd og beina þess í stað tilmælum til áhugamanna um Nóbelsverðlaun og bókmenntir að hér megi eyða eigin fé en ekki annarra. Ég er líka viss um að niðurstaðan verði betri þótt eyðslan verði minni. 


mbl.is Vilja Laxnesssetur á Gljúfrasteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að sjálfsögðu ætti svona setur og reyndar öll sambærileg mannvirki að vera fjármögnuð af þeim sem mestan áhuga hafa á að reisa þau. Ég skil hinsvegar ekki hvers vegna þarf að byggja Laxnessetur. Það er nú þegar til, að Gljúfrasteini. Persónulegra setur er tæplega hægt að hugsa sér, til minningar um þennan frábæra nafna minn, sem mér auðnaðist að hitta í eitt sinn, ásamt frú Auði, dagpart fyrir margt löngu. Skáldið áritaði ritsafn sitt fyrir mig, staurblankann námsmanninn þennan dag. Frú Auði var reyndar mikið niðri fyrir þennan seinnipart, því DV hafði þennan sama dag innihaldið frétt úr þýsku dagblaði, sem hélt þvi fram að skáldið hefði alist upp á tíkarmjólk og vísaði þar í  ritverk hans, Barn Nátúrunnar, að ég held. Að auki hafði skáldið týnt hundinum sínum þennan dag og kom því frekar seint til fundar við blanka námsmanninnn, sem stóð með tvo fulla pappakassa af bókum, í stofunni að Gljúfrasteini. Seinnipartur dags, sem gleymist aldrei, en þetta var nú svona smá útúrdur frá umrææðuefninu.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2015 kl. 22:20

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Laxnesssetur átti það víst að vera, með þremur "sum", en þegar párað er á snertifleti, vilja stafirnir oft verða of margir, eða jafnvel kolrangir. 

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2015 kl. 22:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir hugljúfa sögu.

Nú skal setja enn eitt "setrið" á fjárlög og skipa þar forstöðumann semverður einhver flokksbundinn einstaklingur tilbúinn að standa fast á sínu við næstu fjárlög, og næstu, og næstu. Sennilega þarf líka safnvörð, bókasafnsfræðing, ritara, vefsíðuhönnuð og nokkra handlangara til að halda öllu í gangi og dusta rykið af tómum borðunum. Síðan þarf örugglega að malbika smá bílaplan og búa til skrifstofur fyrir alla hersinguna. 

Hið persónulega verður stofnanavætt - hið afslappaða og eðlilega fært í búning opinbers mannvirkis. Og skattgreiðendur fá að borga eins og fyrri daginn. 

Geir Ágústsson, 6.10.2015 kl. 09:16

4 identicon

Mikið ertu með þetta.  Það er eins og þessu liði líði ekki vel nema að það sé í mínus alls staðar.  Það bókstaflega verður að liggja eins og mara á almenningi. Þarf að láta finna fyrir sér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband