Svarti markaðurinn stendur fyrir sínu

Þegar ríkið falsar verð á varningi eða þjónustu, t.d. með sköttum, tollum og ýmsum höftum á viðskipti með varninginn, þá kemur svarti markaðurinn oftar en ekki til bjargar. Í Danmörku, þar sem ég bý, sér svarti markaðurinn fólki fyrir gosi, nammi og bjór sem heiðvirðir búðareigendur neyðast til að selja á himinháu verði vegna skatta og opinberra gjalda. Á Íslandi er gos og nammi tiltölulega ódýrt, en áfengi og sígarettur, svo ekki sé talað um fíkniefni, rándýrt. Svarti markaðurinn sprettur upp þegar eftirspurn er til staðar en verðlag er falsað - upp á við!

Þessu er öfugt farið þegar verð er falsað niður á við, t.d. í mennta- og heilbrigðiskerfinu þar sem þjónustan er að mestu gjaldfrjáls fyrir notendur (a.m.k. langt undir markaðsverði). Andstæða svarta markaðarins eru biðlistar. Þegar verðlag er falsað niður á við myndast eftirspurn sem er ekki hægt að sinna.

Millivegurinn er svo markaður þar sem verð helst í hendur við framboð og eftirspurn. Sé meiri eftirspurn en framboð þá hækkar verð sem aftur minnkar eftirspurn og jafnvægi næst. Þegar framboð er meira en eftirspurn lækkar verð, framboð eykst og jafnvægi næst. Jafnvægið "næst" að vísu ekki því framboð og eftirspurn er alltaf á fleygiferð í takt við breyttar venjur, mismunandi þörf fyrir eitthvað á mismunandi tíma og innkomu eða brottfall veitenda og seljenda.  Leitnin er samt alltaf í jafnvægi þar sem allir sem vilja fá, og það sem er ekki eftirspurn eftir síast út af markaði.

Íbúar Sovétríkjanna héldu sér á floti á hinum svarta markaði í umhverfi alræðis ríkisins og opinberra afskipta af verðlagi á öllu. Í smækkaðri mynd gilda sömu lögmál alltaf og alls staðar.


mbl.is Smyglvarningur á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband