Föstudagur, 2. október 2015
Einkavæðum lögregluna
Hlutverk lögreglu er ekki það sérstakt og einstakt að það megi ekki bera saman við allskyns önnur störf. Hún sér um að framfylgja ákveðnum reglum og lögum, handsama menn og færa til dómara, koma ölvuðu fólki heim til sín og skamma krakka sem hjóla án hjálma.
Allt þetta og meira til má einkavæða. Það væri í raun einfalt mál með réttum lagabreytingum.
Það er jú þannig að varningur og þjónusta sem nýtur einokunarstöðu rýrnar í gæðum og hækkar í verði. Löggæsla er hér engin undantekning. Halda menn að fyrirtæki eins og Bónus og Króna, BYKO og Húsasmiðjan, Olís og Skeljungur og önnur eins séu að hækka verð, stunda samráð og kreista meira út en nauðsyn krefur? Ef svo er þá hljóta menn að velta fyrir sér hvað heilbrigðiskerfið, skólarnir og lögreglan eru að gera á bak við þykkan múr ríkiseinokunar. Ógleymdir eru dómstólarnir sem virðast vera breytast í lokaðan sjálftökuklúbb og Vegagerðina sem gerir minna og minna fyrir meira og meira, og svona mætti lengi telja.
Nú er vandamálið að vísu það að svo margt er bannað á Íslandi að enginn heiðarlegur maður kemst í gegnum heilan mánuð án þess að hafa brotið a.m.k. ein lög. Þessu þarf vitaskuld að ráða bót á. Upplagt er að fjarlægja sérstaka lagabálka um fíkniefni, áfengissölu og -framleiðslu allra á sjálfræðisaldri, kynlíf gegn greiðslu og aðra ofbeldislausa glæpi. Um leið minnkar fjárþörf löggæslunnar. Færri glæpir kosta minna en margir glæpir.
Ég legg til að lögreglan verði einkavædd og að fyrirtæki við löggæslu, sem þá munu myndast, geta þá keppt í gæðum og verði en ekki sýndarmennsku og fjölda fréttatilkynninga um eltingaleiki við óharðnaða unglinga.
Við erum kolbrjálaðir og til í allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að því það myndi ekki skapa neina hagsmunnaárekstra ef að einkaaðilar geta átt lögregluna brjóti þeir af sér?
"Hlutverk lögreglu er ekki það sérstakt og einstakt að það megi ekki bera saman við allskyns önnur störf."
Jú, það er nefnilega akúrat ástæðan fyrir því af hverju hún er ekki í einkaeigu í neinu landi í heiminum. Meira segja flestir frjálshyggjumenn eru (eða voru að minsta kosti, kanski eru þeir orðnir geðveikari núna) ekki fylgjandi svona kjaftæði.
Gaur (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 16:44
Hér er Robocop að spilast út: lögreglan á leið í verkfall og einhver að tala um að einkavæða bara allt draslið.
Það vantar bara að einhver mæti með sæborg sem á að redda öllu.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.10.2015 kl. 19:01
Mikid rosalega finnst ykkur löggæsla snuast um ad beita ofbeldi. Ætli öryggisverdir Kringlunnar seu a sama mali?
Geir Ágústsson, 2.10.2015 kl. 19:56
Það er grundvallarmunur á rekstri einkafyrirtækja eins og Bónus og Byko og ríksrekstur í heilbrigðis- og menntakerfinu. Sá munur er að einkafyrirtækin sækjast eftir því að búa til gróða, arð, en það gera ríkisfyrirtækin ekki. Það sem kemur sem gróði í vasa eigenda þessara einkafyrirtækja kemur að sjálfsögðu úr vösum þeirra sem kaupa vöruna eða þjónustuna, þ.e.a.s. krafan um gróða birtist í hærra verði vöru og þjónustu. Þessum einfalda hlut virðist nýfrjálshyggjumönnum fyrirmunað að skilja.
Ef löggæslan yrði einkavædd þá myndi það þjóna best hagsmunum þessara einkafyrirtækja að glæpavæða sem mest og flest og þau myndu sjálfsagt stunda lobbýisma til að fjölga lögum og reglum. Sama á að sjálfsögðu við ef reynt væri að einkavæða fangelsin, það myndi þjóna hagsmunum þeirra fyrirtækja að sem flestir færu í fangelsi og sætu inni sem lengst - þetta er nú þegar búið að sanna sig í Bandaríkjunum. Það er því augljós mótsögn fólgin í því að tala annars vegar um aukið einstaklingsfrelsi og hins vegar einkavæðingu löggæslu.
Starbuck, 2.10.2015 kl. 22:39
Ég átta mig ekki á þessum grundvallarmun ríkis- og einkafyrirtækja sem starbuck er að reyna að benda á. Hann gleymir einhverra hluta vegna að taka spillinguna með í reikninginn. Ríkið brýtur líka lögin.
http://www.visir.is/fyrirtaeki-gudfinnu-fengid-50-milljonir-fra-hinu-opinbera-an-utboda/article/2015151009810
Þar fyrir utan má benda á að hleranir í sakamálum fara í gegnum símafyrirtæki í einkaeigu.
Glæpavæðing fylgir ekki einkavæðingu eins og sést best á refsigleðinni í fíkniefnamálum hér á landi. Við þurfum ekki að líta til Bandaríkjanna til að sjá það.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 10:32
Ég vil hvetja alla til að reyna hugsa aðeins út fyrir kassann sem var smíðaður í kringum hausinn okkar af ríkisvaldinu. Nú hlægjum við af þeim sem töldu á sínum tíma að enginn gæti selt mjólk eða kjöt nema ríkisvaldið. Við hlægjum að og hneykslumst á þeim sem töldu þrælahald vera óhjákvæmilegt, eðlilegt og náttúrulegt ástand í samfélagi manna. Hinar heilögu kýr ríkisvaldsins eru samt enn margar, og þar á meðal eru heilbrigðisþjónusta, menntun og löggæsla og dómsvald.
Ef menn hafa áhuga á að ögra aðeins sínum viðteknu skoðunum þá get ég meðal annars mælt með þessu litla riti:
https://mises.org/library/production-security-0
Geir Ágústsson, 4.10.2015 kl. 11:41
Síðan er það þetta með meintan kostnað þess að einkaaðilar reyni að skila hagnaði og greiða sér arð af honum. Hinn möguleikinn er að láta opinbera aðila standa í rekstri sem þeir geta ekki greitt sér arð af heldur þurfa að eyða hverri einustu krónu með öðrum hætti, t.d. með því að greiða sér veglega í laun, dagpeninga, óunna yfirvinnu og gríðarleg lífeyrisréttindi. Ég heyrði t.d. nýlega sögu frá einu dönsku sveitarfélagi þar sem allir starfsmenn fengu skyndilega glænýja iPad til ráðstöfunar. Ástæðan var einföld að sögn eins af starfsmönnunum: Fjárlagaárið var að vera búið og enn til peningar í kassanum. Þeim þurfti vitaskuld að eyða og nýir iPad voru því keyptir fyrir alla starfsmenn. Mér skilst að þetta hafi komið fram í dönsku þáttaseríunni Detektor þar sem farið er í gegnum sóun og rangar ákvarðanir hjá hinu opinbera í Danmörku (hugmynd fyrir íslenskt sjónvarp?):
https://www.dr.dk/tv/se/detektor-tv/detektor-2015-10-01
Geir Ágústsson, 4.10.2015 kl. 11:50
Hverjir eru það sem að græða mest á tilvist Seðlabanka Íslands?
Refsarinn (IP-tala skráð) 4.10.2015 kl. 13:53
Td bankarnir:
http://www.vb.is/frettir/bankarnir-geta-haft-hag-af-verdbolgu/121361/
Geir Ágústsson, 4.10.2015 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.