Flúið frá fátækt

Margir flóttamenn eru ekki að flýja stríð heldur lélegt efnahagslegt ástand í heimalandinu. Stríð fara yfirleitt fram í fátækum ríkjum og mætti segja að fátækt sé því stór ástæða stríðsástands samhliða trúarlegu ofstæki.

Það er enginn vandi að lækna fátækt og gera það þar með ónauðsynlegt fyrir fólk að rífa sig og sína upp með rótum og leggja land undir fót. Það vill enginn gerast flóttamaður og því sjálfsagt mál að hugleiða leiðir til að bæta ástandið fyrir þá sem telja sig í dag þurfa að flýja.

Ég er hérna aðallega að vísa til efnahagslegu flóttamannanna en vil meina að með því að útrýma fátækt sé einnig hægt að ganga langt í að útrýma stríðum.

Til að útrýma fáækt þurfa fátæk ríki bara að apa upp vel prófaðar aðferðir hinna ríku landa (e.t.v. að undanskildum olíuauðugum ríkjum sem skekkja oft samanburðinn). Hvaða aðferðir eru það? 

  • Tryggja eignarétt
  • Tryggja gegnsæja löggjöf og gera hana eins fyrir alla íbúa
  • Tryggja aðgengi að stöðugum gjaldmiðli/gjaldmiðlum
  • Minnka ríkisvaldið
  • Tryggja rétt fólks til að tjá sig, hittast og skiptast á skoðunum
  • Tryggja rétt fólks til að versla sín á milli og við umheiminn

Með öðrum orðum: Fylgja uppskriftinni sem lyfti Evrópu úr moldarkofunum, sem og stórum svæðum í Asíu og auðvitað Norður-Ameríku. 

Þetta er í raun sáraeinfalt í framkvæmd en það sem allt strandar yfirleitt á eru stjórnmálamenn sem hugsa um það eitt að verja og tryggja völd sín og sinna og beita ríkisvaldinu eins og hálfgerðri kylfu á þá sem reyna að hrófla við stöðu þeirra. 

Fátækt ríkja og allar afleiðingar fátæktar, t.d. flóttamannastraumur frá svæðum þar sem engin eru stríðin, er í raun heimatilbúið vandamál. Ríki sem eru fátæk svo áratugum skiptir eru það af rökréttum og auðskiljanlegum ástæðum. Á þetta má gjarnan benda. 


mbl.is 4,5 milljónir barna á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband