Hið opinbera hækkar matvælaverð um 6 milljarða + álagningu

Neytendastofa ákvað að sjúga 6 milljarða út úr nokkrum matvöruverslunum og þvinga þær til að sækja þessa 6 milljarða í vasa neytenda, sem verður vitaskuld gert með hærri álagningu.

Góðar fréttir?

Auðvitað er leiðinlegt að geta ekki gengið að réttum merkingum eða sakna merkinga en hérna hefur hið opinbera nákvæmlega ekkert hlutverk. Verslanir geta keppt í góðum og réttum verðmerkingum rétt eins og í úrvali, aðgengi, lýsingu, hitastigi og þjónustu almennt. Sumar kjósa að spara mannaflann sem fer í að verðmerkja og nýta hann í eitthvað annað, t.d. manna kassana. Aðrar verðmerkja allt í tætlur og manna hvern kassa en þurfa þá að mæta þeim kostnaði með hærri álagningu eða minna úrvali eða bæði. Hið opinbera á einfaldlega að láta þetta eiga sig. Hérna geta neytendur og söluaðilar einfaldlega þreifað sig áfram þar til lausn á meintum vandamálum er fundin.

Til hamingju, Íslendingar, með hin auknu útgjöld til verðmerkinga! Allir sáttir?


mbl.is Sjö matvöruverslanir sektaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að misskilja þetta eitthvað eða að tölvan þín sé að bæta við núllum á víð og dreif um skjáinn hjá þér. Þetta eru 6 milljónir, ekki 6 milljarðar. Töluverður munur þar á. Bónus þarf td. að greiða 1 milljón í sekt. Þetta er klink og mun ekki hafa nein áhrif á verðlagið; 

Að teknu tilliti til samstarfsvilja fyrirtækisins, umfangs brotsins, fyrri sektarákvarðana stofnunarinnar og að teknu tilliti til jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga telur Neytendastofa rétt að leggja á Bónus hf., stjórnvaldssekt að fjárhæð 200.000 kr. fyrir hverja verslun. Bónus hf. er því gert að greiða 1.000.000 kr. (Einamilljónkróna). Sektina skal greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar

Það er mjög jákvætt og mikilvægt að það sé verið að veita þessum verslunum aðhald.

Og vertu síðan margblessaður.

Dúddi (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 12:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þarf að játa það að ég las of hratt (maður á ekki að reyna blogga í vinnutíma). Úr því varð samt óvænt hugsanatilraun.

Ríkisvaldið saug hérna til sín nokkur stöðugildi ungmenna í matvöruverslunum á Íslandi. Það telur.

Þessar 6 milljónir verða ekki teknar úr áætlanagerð viðkomandi verslana. Þær enda í sparnaði eða hækkun vöruverðs.

Ýmsar aðrar gripdeildir hins opinbera, t.d. tollar og virðisaukaskattur, hleypur auðveldlega á milljörðum sem neytendur þurfa að borga. Og jú, vissulega fæst fyrir það einhver menntun og heilbrigðisþjónusta en það skal enginn halda að ríkisvaldið fiti ekki stjórnkerfið ekki aðeins í leiðinni, sem gagnast engum.

Síðan er það prinsippið: Má ríkisvaldið sekta um "klink" fyrir að verðmerkja ekki? Hvenær verður klinkið að sársaukafullu eignanámi? Ef ég opna verslun og stilli varningi í gluggann er ég þá búinn að brjóta lög með því einu að stilla ekki verðskilti við hliðina á varningnum? Jeminn eini.

En hvað um það, biðst forláts á mistökunum en þau fengu mig til að hugleiða þetta betur og komast að því að þetta er enn fáránlegra mál en mér sýndist í fyrstu og getur jafnast við að ríkisvaldið handsami mann fyrir að giftast en neita svo að veita frúnni baknudd. 

Geir Ágústsson, 29.9.2015 kl. 13:54

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Kaupmátturinn minn er ríður þegar ég keyri of hratt og er sektaður fyrir að brjóta þau lög.

Hefði frekar átt að fangelsa yfirmenn? Hvað á að gera þegar þeir hlýða ekki fyrirmælum sem allir (flestir) eru sammála um að eru gagnlegar.

Mig langar að benda þér á að þú kvartaðir fyrst yfir hárri sekt og síðan yfir að hún væri of lág. Leiðist þér í vinnunni ?

Teitur Haraldsson, 29.9.2015 kl. 16:34

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það var reyndar smá stund á milli stríða í vinnunni en hvað um það.

Ég er ekki af þeirri gerð sem telur öll lög vera góð þótt einhver þingmannameirihluti hafi sameinast um þau. Að ég hafi kvartað yfir of lágri sekt er svo einhver misskilningur, en a.m.k. ekki minn ásetningur.

Hérna er einfaldlega gott tilefni fyrir hið opinbera til af afglæpavæða lélegar eða fjarverandi verðmerkingar og taka þar með öll ákvæði um sektir og aðrar refsingar út úr samfélaginu. Hið sama á ekki við á öllum sviðum þótt það eigi að mínu mati við á þessu sviði. Menn mega ekki rugla saman barsmíðum og eróbik þótt bæði feli í sér snöggar handahreyfingar. 

Geir Ágústsson, 29.9.2015 kl. 17:50

5 identicon

Heldur þú Geir að verðið sé ekki þegar eins hátt og þeir telja sig geta komist upp með?  Heldur þú að álagningin sé föst prósenta ofan á kostnað?

Eina leiðin fyrir svona sektir að komast í veðlag er að svarið við ofantöldum spurningum sé jákvætt.

Sjálfur trúi ég því ekki frekar en á jólasveininn.

ls (IP-tala skráð) 6.10.2015 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband