Mánudagur, 24. ágúst 2015
Ný orð í stað gamalla
Kári Stefánsson kvartar yfir útþynningu á hugtakinu "sósíalisti" um leið og hann býður upp á skilgreiningu sem miklu frekar á við orðið "krati" en nokkuð annað.
Ný orð koma iðulega í stað gamalla, og gömul orð eru oft heimfærð upp á eitthvað allt annað en þau stóðu upphaflega fyrir, og þannig er það. Í Bandaríkjunum er til dæmis talað um að vera "liberal" þegar viðkomandi er blússandi vinstrisinnaður, og hið gamla og góða 19. aldarhugtak "liberal" því búið að fá þveröfuga merkingu miðað við hinn upprunalega skilning á orðinu.
En hvað um það.
Í stað þess að tala um sósíalista má tala um kampavínssósíalista - ríka eða þokkalega efnaða einstaklinga sem hafa hagnast persónulega á því að nýta sér völd ríkisvaldsins til að skapa fyrirtæki sínu (eða öðrum samtökum sem viðkomandi tilheyrir) svigrúm eða liðka fyrir því með lagalegri mismunun. Kampavínssósíalistar tala oft um nauðsyn þess að hafa sterkt ríkisvald sem getur gert hvað sem því sýnist, gefið að það geri það sem viðkomandi kamapvínssósíalisti getur hagnast persónulega á. Verkalýðsforingjar eru margir hverjir kampavínssósíalistar, og meðlimir verkalýðsfélaga þeirra kokgleypa áróður þeirra og verða þannig fallbyssufóður þegar sumir nýta sér ríkisvaldið til að hagnast persónulega.
Kári Stefánsson er sennilega kampavínssósíalisti. Hann gæti hugleitt að nota þenna titil í næsta útvarpsviðtali.
Sósíalisti útþynnt hugtak í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Pilsfaldakapítalisti kemur líka sterklega til greina :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 08:59
Já mikil ósköp. Þeir eru í mínum huga menn sem TALA um hvað hinn frjálsi markaður er frábær en eru um leið með beina símalínu til yfirvalda og þiggja þar greiða gegn hinum og þessum vilyrðum, t.d. um að kjördæmi viðkomandi muni hagnast og að það muni koma sér vel við næstu kosningar.
Ætli Donald Trump sé ekki ágætur holdgervingur.
Kampavínssósíalistarnir skamma hins vegar frjálsa markaðinn, en græða um leið vel á þeirri stöðu sem tengsl þeirra við hið opinbera hafa skapað þeim. Hillary Clinton er hér e.t.v. besta dæmið - moldríkur sósíalisti sem amast út í allt án ríkisafskipta.
Greyið Bandaríkjamenn ef þeir fá enga aðra valkosti í næstu forsetakosningum.
Geir Ágústsson, 24.8.2015 kl. 09:03
Mikið rétt hjá þér. Þeir hafa sérstaklega gaman af því að sparka í verktaka. Það er eiginlega í tísku hjá þessu liði milli þess sem það sötrar á kampavíninu sínu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 11:45
Þessi hugtök eru oft á reiki. Það er rétt.
Það eru líka ekki allir sem átta sig á hver upphaflegi munurinn var á Jafnaðarmönnum og sósíalistum/kommúnistum.
Jafnaðarmenn vildu breytingar í jafnræðisátt á lýðræðislegan máta. Töldu hægt að ná fram Jafnaðarþjóðfélagi á hægfara og friðsamlegn hátt. Fólk mundi smá saman sjá ljósið og hvað til síns friðar heyrði etc.
Sósíalistar/kommúnistar töldu þetta vera að ganga í björg kapítalistanna og búrgeisanna. Breytingar yrðu að gerast með hörku og ekkert endilega í lýðræðislegri sátt.
Ofansagt verða menn að skilja ef þeir hafa áhuga á pólitík.
Þessvegna er stundum erfitt að átta sig á flokkum eins og VG. Leið byltingar er löngu liðin. Hvað vilja þá langt til vinstri menn í dag sem hefðbundinn jafnaarflokkur hefur ekki?
Er í raun meinsemd jafnaðar og vinstrimanna þessir langt til vinstrimenn. Langt til vinstri menn eru hávaðasamir, oft bullukollar og jafnvel þjóðrembingar beisiklí. Lið sem ekki er stjórntækt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2015 kl. 12:52
Jafnaðarmenn tóku þátt í pólitískum ofsóknum yfirvalda á hendur rússneskum dreng. Þeir hafa lítið breyst síðan.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 13:11
Notaðu bara "sósíaldemókrati." Það er mjög vítt hugtak, miklu víðara en "sósíalisti," og nær yfir þetta allt.
Betra, og réttara en að nota "frjálshyggja," eins og svo margir.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.8.2015 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.