Sáttin er einföld: Seljum hálendið!

Mikið er ánægjulegt að sjá stjórnmálamenn leita sátta. Gallinn er sá að þeir leita þeirra yfirleitt meðal annarra stjórnmálamanna.

" Á opnum fundi sem Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, héldu í dag voru kynntar hugmyndir Framsóknaflokksins um sátt og nýtingu auðlinda landsins."

Í hverju er þessi sátt fólgin? Að sætta vinstrimennina? Að sætta landsbyggðarpólitíkusa og kaffihúsaspekinga í Reykjavík? Ekki er verið að sættast við íbúa á svæði þar sem sumir vilja gjarnan sjá á eftir eyðilegum fossi og fá í staðinn stöndugan en orkufrekan rekstur. Ekki er verið að sættast við þá sem vilja hafa foss í útsýninu og búa í staðinn við fábreytta atvinnukosti (með hugsanlegri aukabúgrein í því að fylgja ferðamönnum að fossinum). Enginn er að sættast hérna, nema stjórnmálamennirnir á Austurvelli, og varla það.

Engin sátt er til sem sameinar hagsmuni og verðmat allra íbúa allra landareigna á öllu Íslandi. Svoleiðis sátt er einfaldlega ekki til. Sáttin sem dugir er sú að selja land ríkisins til einkaaðila og leyfa þeim sjálfum að verðleggja ósnerta náttúru umfram t.d. virkjun eða lagningu göngustíga. Ég sé hreinlega ekki hvaða máli það skiptir hvað einhverjum þingmanni í Reykjavík finnst um að ég virki foss minn eða láti það eiga sig. Ekki frekar en að þingmaðurinn hafi skoðun á því hvaða húsfélagið mitt ákveður að velja sem lit á veggi stigagangs míns, eða ég sem íbúðareigandi ákveð að gera við mína húseign að innanverðu.

"Sátt" Framsóknarmanna er jafnléleg og ósátt stjórnarandstöðunnar við aðgerðir stjórnvalda, og ósátt stjórnvalda við ósætti stjórnarandstöðunnar. Lífið er miklu einfaldara og sáttara þegar þingmenn, og aðrir sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta, eru ekki með í ákvarðanferlinu. 


mbl.is Framsóknarflokkurinn kynnir sáttatillagu í virknanamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Miðstýringin yrði enn minni ef "stjórnunareiningin" minnkar enn meira en frá ríkisvaldi til sveitarfélags! Til dæmis verður miðstýringin aldrei minni en þegar stjórnunareininginn er einstaklingur! Gildir bæði um vötn og veiðiheimildir.

Geir Ágústsson, 25.4.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband