Spilaborgin hrynur fyrr eða síðar

Höfum þetta stutt í dag:

- Evrópusambandið er spilaborg sem verður óstöðugri eftir því sem hún stækkar og verður meira og meira miðstýrð af ókjörnum embættismönnum sem sólunda fé skattgreiðenda, sem þeir að auki fjöldaframleiða í peningaprentvélum sambandsins og rýra þannig kjör allra enn meira

- Evran var hugsanatilraun og pólitískt tæki. Sem gjaldmiðill dugir hún ekki

Spilaborgin hristist nú sem aldrei fyrr og sá skjálfti hættir ekki fyrr en hún hrynur, annaðhvort óvænt og með hvelli eða skipulega og þannig að menn séu undirbúnir


mbl.is Hvað gera Grikkir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eðlilega myndi enginn bera traust til gjaldmiðils sem ekkert stendur á bakvið nema hlutafélag skráð til heimilis í Frankfürt. Þess vegna var nauðsynlegt til að fjárfestar myndu treysta þessum pappír að tryggja að þau ríki sem að myntbandalaginu standa gætu ekki með nokkru móti dregið sig út úr því. Þar af leiðandi var það ein af hönnunarforsendum myntbandalagsins að það sé í raun endastöð í peningamálum aðildarríkjanna, eða með öðrum nokkurskonar peningalegt fangelsi. Þetta á eftir að koma betur upp á yfirborðið á næstunni þegar raddir þeirra sem vilja sparka Grikklandi úr myntbandalaginu verða háværari, allt þar til þeira reka sig á þann vegg að engin lögleg leið er til útgöngu, og þá munu þær raddir annaðhvort þagna eða breytast í að krefjast endaloka myntbandalagsins (og þar með evrunnar). Þetta er allt að spilast út eins og var augljóst allann tímann að myndi verða í augum þeirra sem hafa raunverulega kynnt sér málið.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2015 kl. 18:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Gætu Grikkir ekki bara farið leið Zimbabwe þegar þeir gefast upp á evrunni?

https://mises.org/library/multiple-currencies-and-gresham%E2%80%99s-law-zimbabwe

Better yet, gætu Íslendingar ekki farið leið Zimbabwe? Kannski skrýtið fordæmi en Zimbabwe er land sem rembdist við að halda eigin gjaldmiðli á floti, gafst upp og fór augljósa leið: Að hætta að reyna halda gjaldmiðli á floti. 

Geir Ágústsson, 8.7.2015 kl. 07:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir geta/mega það ekki.

Í fyrsta lagi banna reglur myntbandalagsins það.

Í öðru lagi er engin lögleg leið út úr myntbandalaginu.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2015 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband