Sektað til að hækka verð á óverðmerktum vörum

Neytendastofa er dæmigerð ríkisstofnun sem þarf reglulega að láta sjá sig í fjölmiðlum til að hún gleymist ekki og verði tekin af fjárlögum og þar með spena skattgreiðenda.

Við skulum orða þetta svona: Enginn var verr settur áður en Neytendastofa eða fyrirrennarar hennar urðu til í hinum opinbera rekstri.

Allt sem Neytendastofa gerir má flokka í tvo flokka (eins og raunar verkefni allra ríkisstofnana):

  • Það sem einhver eftirspurn er eftir, og yrði þá framkvæmt af einkaaðilum (betur og ódýrar) af ekki væri fyrir tilvist hins opinbera hér.
  • Það sem engin eftirspurn er eftir og heyrði sögunni til án fjármögnunar skattgreiðenda.

Neytendastofa játar í frétt að fyrri herferð hennar bar engan árangur og að ástandið hefur versnað síðan þá. Einkafyrirtæki í sömu aðstöðu þyrfti að leggja meira á sig og sennilega fyrir minna fé og minni mannsskap til að vinna sig upp úr slíkum aðstæðum. Ríkisrekin stofnun fær sennilega meira fé og meiri mannskap.

Ríkisrekstur verðlaunar vanhæfni og mistök - vanhæfni og mistök eru þannig séð niðurgreiddar afurðir í hinum opinbera rekstri. Niðurstaðan er meiri vanhæfni og fleiri mistök. 

Neytendastofa - takk fyrir viðleitnina en hér með tilkynnist að þjónustu þinnar er ekki lengur óskað. 


mbl.is Verðmerkingar urðu verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og við höfum lifandi dæmi um það hvað einkaframtakið er miklu mun áhrifaríkara en opinber rekstur.

Tökum bresku járnbrautirnar t.d. Þetta voru allt ríkisfyrirtæki sem alls ekki veittu góða þjónustu áður en Martret Thatcher breytti þeim og einkavæddi allt kerfið.

Með þessari einföldu breytingu hætti þetta kerfi umsvifalaust að vera lélegt það varð beinlínis lífshættulegt þar sem þeir einkaaðila sem sáu um rekturinn blóðmjólkuðu það eins og þeir gátu til að geta nú fitnað sem allra mest. Slysir urðu fjölmörg í þessu kerfi og dauðsföllin þar með þar til þessu var komið í almennilegt eftirlitshorf.

Lifi einkaframtakið.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 2.7.2015 kl. 15:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vantar ekkert i thessa frasögn?

Geir Ágústsson, 2.7.2015 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband