Verkfallsrétturinn er veittur af ríkinu og ríkiđ getur hirt hann aftur

Hinn svokallađi réttur til ađ fara í verkfall er eitthvađ sem ríkisvaldiđ veitir međ lögum og getur hirt međ öđrum lögum. Hann er bundinn viđ ákveđin félög sem njóta ákveđinna forréttinda. Ađrir hafa ekki sama rétt, ef rétt skal kalla.

Ţetta er auđvelt ađ skýra.

Segjum ađ mađur sem ekki er skráđur í verkalýđsfélag ákveđi ađ sitja heima í stađ ţess ađ mćta í vinnuna ţví hann er óánćgđur međ launin sín. Líklega má ţessi mađur eiga von á uppsagnarbréfi eftir nokkra daga af ţví ađ sitja heima og horfa á sjónvarpiđ eđa labba um miđbćinn međ skilti í hendinni.

Annar mađur er í verkalýđsfélagi sem hefur bođađ viđ verkfalls og hafiđ ţađ samkvćmt bókstaf laganna um slíka ađgerđ. Hann er ekki hćgt ađ reka á međan verkfalliđ fylgir fyrirmćlum laganna. Hann getur sleppt ţví ađ mćta í vinnuna en ţarf ekki ađ óttast uppsagnarbréfiđ. Löggjafinn hefur veitt honum heimild til ţess. Löggjafinn hefur meinađ atvinnuveitanda ađ losa sig viđ hann og ráđa einhvern annan í stađinn sem er viljugur til ađ mćta í vinnuna.

Á sama hátt og löggjafinn hefur veitt sérstaka heimild til ađ meina uppsögn á manni sem mćtir ekki í vinnuna getur löggjafinn tekiđ ţá heimild aftur. Ađ gleyma ţví er ađ gleyma sér í gleđinni - ađ vilja bćđi forréttindin og bann viđ ţví ađ ţau forréttindi séu dregin til baka.

Verkfallsrétturinn svokallađi er engin réttur. Hann er forréttindi og lögbođin mismunun, rétt eins og ţau forréttindi stjórnmálamanna ađ geta ekiđ um á bílum í bođi skattgreiđenda, og forréttindi ákveđinna stétta á Íslandi ađ vera í skjóli frá samkeppnislögmálum hins frjálsa markađar. 


mbl.is Var bođin 20% hćkkun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţu ert grunsamlega grunnhyggin einstaklingur ef ţu heldur hllutina ganga svona fyrir sig...eđa?

itg (IP-tala skráđ) 15.6.2015 kl. 17:31

2 identicon

"Í lögum skal kveđa á um rétt manna til ađ semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu." segir í stjórnarskrá. Ţađ er frekar áréttađ í alţjóđlegum samţykktum sem viđ höfum gengist undir. Ţađ er ţví ekki eins og ríkisvaldiđ hafi val. Og ţegar ríkiđ tekur verkfallsréttinn af launamönnum er ţađ tímabundin ađgerđ sem fellur undir neyđarrétt. Ákveđin félög launamanna hafa samiđ um ađ gefa verkfallsréttinn eftir, allir ađrir hafa verkfallsrétt og halda honum ţó hann geti ţurft ađ víkja tímabundiđ viđ neyđarástand. Ríkiđ getur ekki afnumiđ verkfallsrétt stétta til lengri tíma, en ríkiđ getur samiđ um kaup á honum af launamönnum.

Svo eru mörg lög um réttindi og vernd launamanna til komin vegna kjarasamninga og ađkomu ríkisins ađ ţeim. Ţađ eru ţví samningsbundin réttindi ţó ţau hafi veriđ lögfest og löggjafanum ţví ekki frjálst ađ afnema ţau bótalaust. Ţau eru hluti af umsömdum kjörum launţega. Langafi ţinn gćti veriđ einn af ţeim sem sömdu um lćgra tímakaup fyrir frídaga á launum um jól og páska. Og viđ vćrum e.t.v. međ 39 tíma vinnuviku ef viđ hefđum ekki samiđ um hvenćr hćgt er ađ segja launamönnum upp. 35 tíma og ekkert orlof, 33 tíma og enga veikindadaga.

Réttindi launamanna eru gott dćmi um hvernig nota má samkeppnislögmál hins frjálsa markađar til ađ bćta kjör sín. Launamenn eru ekki í skjóli frá samkeppnislögmálum hins frjálsa markađar, ţeir eru bara sterkasti ađilinn á ţeim markađi.

Espolin (IP-tala skráđ) 15.6.2015 kl. 18:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef ég, sem starfandi verkamađur í Danmörku utan verkalýđsfélags, fer í verkfall ţá er ég rekinn. Ég get unniđ yfirvinnu og fengiđ hćrri laun, eđa samiđ um styttri vinnuviku og fengiđ lćgri laun. Ég get samiđ um ađ fá ekki borgađa yfirvinnu gegn vinnuviku sem fer eftir álagi frekar en fjölda vinnustunda. Ég get samiđ ađ fá eina fríviku á ári greidda út međ beinhörđum peningum eđa sem greitt frí. Allt ţetta samningsfrelsi er afleiđing ţess ađ vinnuafl eins og mitt er sveigjanlegt, viđ viđrćđu um kaup og kjör, verđmćtaskapandi og ekki hlaupiđ í skjól allskonar forréttinda löggjafarvaldsins.

En ţetta var nú bara dćmisaga úr raunveruleikanum.

Geir Ágústsson, 15.6.2015 kl. 19:54

4 identicon

Ţó ţú sért utan stéttarfélags ţá hafa stéttarfélögin tryggt ţér ţessi réttindi. Ţú ert í skjóli ţessara réttinda, allt ţetta samningsfrelsi er afleiđing ţess ađ stéttarfélög börđust fyrir ţví. Ţau hafa samt ekki séđ ástćđu til ađ berjast fyrir prívat verkfallsrétti einstaklinga sem standa utan stéttarfélaga. Ţú verđur bara ađ nota ţetta samningafrelsi sem ađ ţér hefur veriđ rétt og sveigjanleika til ađ ná ţví í gegn hjá ţínum vinnuveitenda.

Ţú ert eins og sýrubrenndur hippi sem er á móti bílum en sér ekkert athugavert viđ ţađ ađ ferđast á puttanum...og heldur ađ vegna ţess hve auđvelt sé ađ ferđast ţannig ţá séu bílar óţarfir.

Espolin (IP-tala skráđ) 16.6.2015 kl. 00:59

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Mikil eru áhrif stéttarfélaga á ritun eigin sögu, og ţótt ég hafi vissulega heyrt svona lagađ áđur (t.d. ţegar átti ađ reyna lokka mig inn í stéttarfélag á sínum tíma) ţá tel ég mig vita hvađ liggur ađ baki verđmćtasköpun starfsmanna og hvernig ţeir smátt og smátt komast í betri og betri stöđu til ađ semja - hver fyrir sig eđa sem hluti af hóp - um betri kaup og kjör. 

Stéttarfélög eru í varnarbaráttu víđa og leita ţví bćđi í ađ rita eigin sögu og höfđa til samvisku fólks. 

Annars er rétt ađ benda á ađ verđbólguskot virđist vera ađ fćđast:

http://ns.is/is/content/verdhaekkanir-birgja

Geir Ágústsson, 16.6.2015 kl. 05:57

6 identicon

Ef ađilar ná ekki saman, eru verkföll tilgangslaus... ţá er ţetta bara störukeppni.
Ţađ er líka algjörlega augljóst ađ ţađ er veriđ ađ beita ţessu fólki fyrir sig til ađ koma höggi á ríkisstjórnina.

Ţađ ţarf sko tvo til ađ semja og ţessar kröfur BHM eru alveg út í bláinn

wilfred (IP-tala skráđ) 16.6.2015 kl. 13:06

7 identicon

Mađur spyr sig hvort stjórnvöld séu ađ reyna ađ rústa heilbrigđiskerfinu. til ađ koma á einkavćđingu?

Er ţetta hrein grćđgi ţeirra sem vilja mjólka ríkissjóđ sem mest ţeir mega? Eins og Rúnar Vihjálmsson prófessor hefur bent á verđur einkavćdd heilbrigđisţjónusta bćđi dýrari og verri.

Bjarni Ben hreykir sér af ađ hafa bođiđ hćkkun upp á 20% en lćtur ţess ógetiđ ađ hér er um ađ rćđa 20% hćkkun í lok samningstímabilsins. Miđađ viđ međaltalsverđbólgu á Íslandi er hér ekki um neina kjarabót ađ rćđa.

Ekki tekur betra viđ ţegar Bjarni Ben bendir á ađ hjúkrunarfrćđingum á hinum Norđurlöndunum bjóđist ekki jafnmikil hćkkun. Ađ tala um hćkkun án tillits til verđbólgu er bull auk ţess sem ţađ sem skiptir máli eru launin eftir hćkkun í samburđi viđ launin í samanburđarlöndunum.

Ţađ er greinilegt ađ mikiđ eyđileggingarstarf er í gangi hvort sem ţađ er í ákveđnum tilgangi eđa af hreinni heimsku.

Ađ sjálfsögđu verđur ađ meta til launa menntun sem er áskilin til ađ sinna ákveđnu starfi. Ađ ţađ skuli ekki gert ţegar hörgull er á fólki í greininni er međ algjörum ólíkindum.

Ađ mikilvćg of fáliđuđ starfsgrein sé flćmd úr landi međ ţessum hćtti er ađ mínu mati glćpsamlegt.

Ásmundur (IP-tala skráđ) 17.6.2015 kl. 10:47

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ţví miđur hef ég ekki séđ mörg merki ţess ađ ríkisstjórnin hafi mikinn áhuga á ađ skera heilbrigđiskerfiđ úr snöru ríkiseinokunar.

Geir Ágústsson, 17.6.2015 kl. 11:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband