Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Meint hamingja Dana
Enn ein könnunin hefur nú verið gerð sem "mælir" hamingju manna. Oft er um að ræða spurningalista sem lagður er fyrir fólk, eða viðtöl tekin, og svör notuð til að raða heilu þjóðunum á einhvern kvarða hamingju. Sem íbúi og skattgreiðandi í Danmörku get ég samt reynt að varpa örlitlu ljósi á meinta hamingju Dana.
Danir nota meiri tíma en margir til að telja sjálfum sér og öðrum í trú um að þeir hafi stjórn á hlutunum, haldi fullkomnu jafnvægi einkalífs og vinnu, eigi góðan bíl, hafi stjórn á fjármálunum og séu almennt ánægðir með samfélagið, fjölskyldu sína og vinnustað. Í samanburði við Íslendinga má jafnvel ganga svo langt að segja að Danir heilaþvoi sjálfa sig af ánægju með eigið líf. Svo mikið leggja þeir upp úr að búa til góða ímynd af sjálfum sér, fyrir bæði aðra og sjálfa sig. Íslendingar eru of kappsamir til að láta sér núið nægja. Sennilega kemur það fram í lélegu (lélegra) skori í hamingju-könnunum.
Þess vegna er ekki erfitt að ímynda sér að hinn almenni Dani gefi sjálfum sér hæstu einkunn á öllum sviðum á spurningalista sem síðar er notaður til að "mæla" hamingju.
Ég set ákveðinn fyrirvara á hamingju Danans. Ef eitthvað þá er Daninn búinn að rækta með sér nægjusemi og það hugarfar að það sem er skítt verður ekki breytt hvort eð er, svo hví að pæla í því?
Danir hamingjusamasta þjóðin í Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.