Stjórnmálamenn og sjóðir

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill stofna sérstakan orkuauðlindasjóð sem allar arðgreiðslur frá Landsvirkjun og öðrum orkufyrirtækjum eiga að renna í. Hann á að vera varasjóður til þess að tryggja stöðugleika og jafna út efnahagssveiflur

Trúir einhver svona fyrirheitum?

Ef svona sjóður verður stofnaður mun eftirfarandi gerast:

  • Honum verður eytt jafnóðum (alltaf)
  • Honum verður eytt í hitt og þetta sem hentar stjórnmálamönnum hverju sinni
  • Framtíðarinnstreymi í sjóðinn verður veðsett gegn lántökum
  • Sjóðurinn endar á að verða að skuld
  • Landsvirkjun verður þvinguð til að greiða háar fjárhæðir í sjóðinn á hverju og þarf að byrja aðlaga rekstur sinn að þörfum sjóðsins frekar en eigin rekstrarþörfum
  • Skattgreiðendur axla á endanum ábyrgðina

Eins konar Orkuveitu-Reykjavíkur-ævintýri, nema stærra og dýrara fyrir skattgreiðendur og jafnvel raforkukaupendur. 

Ég vona að ríkið selji hlut sinn í Landsvirkjun, noti söluandvirðið til að greiða upp skuldir, rýmki regluverkið í kringum rekstur raforkuframleiðslu og -sölu töluvert og komi á samkeppnismarkaði á þessu sviði. 


mbl.is Bjarni vill stofna varasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband