Ríkiseinokunin sýnir klærnar

Verkfall meðal starfsmanna í einhverri ríkiseinokuninni sýnir vel hvað ríkiseinokun er óheppilegt fyrirkomulag á rekstri. Ekki þarf að taka úr sambandi nema lítið tannhjól til að öll vélin fari að hiksta og í sumum tilvikum jafnvel brotna niður.

Nú er það svo að fólk er alltaf að stunda verkföll. Það gera flestir með því að segja upp starfi sínu og finna annað. Yfirleitt er þetta átakalaust ferli og niðurstaðan betri fyrir alla. Sá óánægði flytur sig í yfir í annað starf sem veitir honum meiri ánægju eða hærri laun (eða bæði), og einhver annar fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. 

Verkfallsstéttirnar, eða a.m.k. þeir sem telja sig tala fyrir hönd annarra, stunda því miður grófari aðferðir og reyna að valda sem mestum sársauka til að vekja athygli á máli sínu. 

Nú er lag fyrir yfirvöld og brjóta niður veggi ríkiseinokunar sem umlykja margs konar rekstur á Íslandi. 


mbl.is Annars flokks læknisfræði stunduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband