Framsókn dembir sér á vinstrikantinn

Svo sem ekki við öðru að búast en að Framsókn stingi sér djúpt í vinstri enda sundlaugarinnar og keppi við vinstriflokkana í ríkisútgjöldum. Er þetta farsæl stefna? Er hún að virka? Ég held ekki. Vinstri-grænir hafa ekki verið að skora í skoðanakönnunum vegna útgjaldaloforða, heldur loforða um að ríkið eigi nú að draga saman í framkvæmdagleði. Sjálfstæðismenn mælast ekki háir af því þeir eru að lofa því að eyða meira af fé skattgreiðenda áður en skattgreiðendur fá útborgað heldur af því stór hluti þjóðarinnar vill enn frekari skattalækkanir og einkavæðingar, og veit að Sjallarnir einir munu berjast fyrir slíku.

Framsóknarmenn átta sig ekki á þessu. Þeir halda að lágt fylgi sitt sé til marks um að loforðunum eigi að fjölga ennþá meira - loforðum um að ríkið eigi að eyða enn meira af fé landsmanna en nú er raunin. "Ókeypis" þetta og "uppbygging" hitt - dæmigerð vinstriloforð sem eiga ekki eftir að hjálpa Framsókn. Björgun Framsóknar verður sú sama og margar undanfarnar kosningar, sem er sú að þegar í kjörklefann er komið þá hugsa margir, sem áður höfðu mælst sem kjósendur vinstrimannanna: "Æjh, ég treysti þessum vinstrimönnum ekki þrátt fyrir allt, og Sjallana þoli ég illa, svo ég læt mig hafa það að kjósa Framsókn enn eina ferðina."


mbl.is Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband