Þriðjudagur, 21. apríl 2015
Sorglegt ef satt er
Nú þarf enginn að láta það koma sér á óvart að opinberir starfsmenn sem fara með fé annarra eiga það til að semja verr en þeir sem leggja eigin eigur undir í viðskiptum. Þetta er svipuð hneigð og á við börn á leikskóla sem vita að þau eru að leika með leikföng í eigu annarra, sem verða líklega endurnýjuð fyrir þau ef þau skemmast (og versta afleiðingin eru einhverjar svolitlar skammir ef eyðileggingin var áberandi vísvitandi).
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Seðlabanki Íslands hafi selt frá sér miklar eignir á verði sem einkaaðilar geta nú selt til annarra og grætt stórfé.
Að upphæðirnar séu svona háar er hins vegar önnur og verri saga. Hérna er barnið á leikskólanum byrjað að traðka fast og ítrekað á dótinu og líklega með þann ásetning að koma sökinni yfir á aðra. Ég sé t.d. fyrir mér að Seðlabanki Íslands svari fyrir sig með því að benda á að aðrir voru stjórnendur bankans þegar eignir voru teknar að veði og það hafi ekki tekist að koma þeim í verð með öðrum hætti en að stofna til brunaútsölu og fá eitthvað smáræði fyrir þær.
Kommúnistinn í Seðlabankanum kann hið pólitíska spil, en nú er e.t.v. von um að fleiri sjái í gegnum hann en áður.
Óþarft tap Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Síðuhöfundur hefur örugglega gengið í smiðju fyrrverandi bankastjóra, núverandi glæpamanna, þegar hann lýsti því hvernig þeir höguðu sér eins og leikskólabörn. Þvílíkur leikur finnst ekki í ríkisgeiranum hjá almennum starfsmönnum. Hitt er hins vegar mikil hætta á þegar pólitíkin er farin að koma inn í þá virðist sem fólk megi ýmislegt í skjóli flokkana.
thin (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 13:42
Lengi má Má fyrirgefa með því að vísa í einhverja allt aðra einstaklinga, jafnvel forvera hans í starfi sem þurfa endalaust að bera ábyrgð á gjörðum þess sem nú situr í stóli seðlabankastjóra.
Geir Ágústsson, 21.4.2015 kl. 14:40
Nú hefur Véfrétt Davíðs Oddssonar opnað á sér munninn og gólað fram Auglýsingu eins og í LoveStar hahahaha
Margrét (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 16:45
Víða virðist Davíð Odddsson koma við og mætti halda að sjálfur Már í Seðlabankanum væri strengjabrúða hans.
Geir Ágústsson, 21.4.2015 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.