Danir! Heyrið þið þetta?

Kári Stefánsson hefur greinilega aldrei farið til Danmerkur eða Þýskalands, svo eitthvað sé nefnt. Eða hvað?

Í mínu hverfi (í Álaborg í Danmörku) er stórmarkaður og ekki mjög langt frá honum er fjöldi ódýrra íbúða og í þeim býr fjöldinn allur af fólki sem drekkur áfengi frá morgni til kvölds, og margir alla daga.

Hinir drykkfelldu fóru á sínum tíma inn í búðina, keyptu sér eitthvað að drekka og settust svo á bekk nálægt inngangi búðarinnar.

Þetta þótti verslunarstjóranum ekki nógu gott. Þótt drykkfellt fólk sé yfirleitt sárasaklaust og friðsælt þá fylgdi því gleðiglaumur og e.t.v. svolítill óþrifnaður.

Það sem þá var gert var að færa einn bjórkæli í anddyri búðarinnar þar sem sjoppa var og drykkfelldir gátu því sparað sér skrefin og verslað sér áfengi án þess að fara inn í búðina.

Næsta skref var að reisa litla aðstöðu utandyra í nálægu rjóðri með yfirbyggðum bekkjum og ruslafötum. Þar sitja nú þeir drykkfelldu og ræða sín á milli og drekka sína bjóra, engum til ama og þeim sjálfum til ánægju.

Kári Stefánsson verður vonandi ekki hneykslaður á að heyra um þetta níðslu á drykkfelldum. Aðrir kalla fyrirkomulagið samt umburðarlyndi. Alkinn mun kaupa sér sopa og drekka hann. Spurningin er bara hvort hann þurfi að selja af sér spjarirnar og vera öllum til ama til að geta það, eða hvort hann fái að gera það í friði og fyrir kostnað sem nemur ekki aleigu hans. 


mbl.is Níðist á þeim sem minna mega sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn geta vanið sig af brennivíni.  Menn geta hins vegar ekki vanið sig af Benzódíazepin lyfjum.  Þetta veit Kári en kýs að ræða það ekki.  Skömmin er hans.  

http://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/klininskar-leidbeiningar/leidbeiningar/item14988/Benzodiazepin-lyf

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 16:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enda er Danmörk í fjórða sæti í heiminum hvað varðar dausföll tengdum áfengisneyslu. Ísland í 65. Sæti.

ÁTVR mun loka útsölustöðum sínum að vísu, svo styrinn stendur líklega ekki um frelsi heldur að hygla handfylli verslunareigenda í mesta fákeppnislandi evrópu.

Tell it as it is.

http://www.worldlifeexpectancy.com/cause-of-death/alcohol/by-country/

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 17:13

3 identicon

Við eigum heimsmetið í lyfjaáti.  Sjoppueigendur með sitt skitna 65. sæti eru greinilega að veðja á rangan hes.  Kári flaskar ekki á aðalatriðunum.  

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/02/nr/4108

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 17:32

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Elín, ef þú lest þann tengil sem þú vísar á og þá sérstaklega PDF skjal honum tengt þá kemstu að því að það er víst hægt að hætta notkun Benzodiazepin lyfja. Stundum þarf jú meðferð ef folk hefur verið lengi marinerað í þessu og veitir SÁÁ þá þjónustu m.a.

Annars skil ég ekki hvað þú ert að fara hér. Hefur þetta eitthvað með frelsi í smasölu áfengis að gera?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 21:20

5 identicon

Hér er viðtal við Gunnar Jökul Hákonarson þar sem hann talar um notkun Benzodiazepin lyfja.  Ef þú skilur ekki hvað ég er að fara þá er að alfarið þitt vandamál.  

https://www.youtube.com/watch?v=Ri5iS6DIW4A

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 21:59

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig getur svolítið úrval áfengis skaðað litlu hverfisbúðirnar sem enn starfa eða verið flöskuháls fyrir nýjar sem vilja opna? Er ekki einmitt verið að smala neytendum í stórmarkaðina með því að staðsetja hinar fáu ÁTVR verslanir á sömu lóðir? 

Íslendingar lifa svipað lengi og allskonar aðrir sem drekka miklu meira áfengi á hverjum degi (Íslendingar ná sinni neyslu í skorpum), t.d. Ítalir og Frakkar. Úr hverju eru Íslendingar að drepast? Og skiptir það máli? Á að kæfa litlu hverfisbúðirnar af því sumir drekka of mikið? Þarf að hafa áhyggjur af lífslengd þeirra sem fara illa með heilsu sína á einn eða annan hátt, t.d. með því að skófla í sig pillum eða dýrafitu?

Ég hef heyrt mörg frumleg og ófrumleg rök gegn því að Íslendingar geti keypt sér áfengi kl. 8 á morgnana utan við Leifsstöð í Keflavík, en mér finnst samt að Íslendingar eigi að geta keypt áfengi utan Leifsstöðvar kl. 8 á morgnana í næstu verslun ef þannig liggur á þeim. Til dæmis kippt kippu með í bílinn þegar hann er fylltur af bensíni á leið í vinnuna og geta þá farið beint heim eftir vinnu og notið innkaupanna. 

Geir Ágústsson, 11.3.2015 kl. 07:55

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Og úr því menn eru að tala um lífslíkur og lífsstíl:

Í Japan reykir hver fullorðinn að meðaltali 1841 sígarettur á ári, og getur búist við að lifa í 84,6 ár.

Á Íslandi er sama tala 477 sígarettur og lífslíkurnar 83,3 ár.

Má ég út frá þessu draga þá ályktun að Íslendingar ættu að reykja meira til að lifa lengur? Á ég að taka mark á rannsóknum sem benda til að reykingar dragi úr líkum á Parkinson og liðagigt? Og eiga þessar rannsóknir að hafa áhrif á aðgengi Íslendinga að áfengi?

Geir Ágústsson, 11.3.2015 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband