Ríkisfyrirtæki biður um einkavæðingu á sér

Les ég tilkynningu frá Íslandspósti rétt þegar ég skil hana sem svo að Íslandspóstur sé að biðja um að vera einkavæddur, eða a.m.k. leystur frá kröfum sem fylgja ríkiseinokun hans á útburði áritaðs pósts?

Það væri hressandi tilbreyting svo ekki sé meira sagt.

Íslandspóst á auðvitað að einkavæða, helst í dag en í seinasta lagi á morgun. Hið opinbera víða um heim sópaði póstþjónustu á sínum tíma undir væng ríkiseinokunar til að afla sér tekna, enda var póstútburðir á sínum tíma ábatasamur. Nú eru aðrir tímar og ríkispósthúsin sólunda nú miklu fé og setja þungar byrðar á skattgreiðendur. Dæmi um það má finna víða um heim.

Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að Bjarni bóndi fái ekki jólakortin sín. Hann getur sótt þau í næstu bæjarferð í eitthvert pósthólfið, beðið um að fá þau rafrænt eða hreinlega afþakkað þau og fyllt upp í bréfalúguna sína. Að Íslandspóstur sendi bíl heim til hans með auglýsingabæklinga og tapi á því en komist ekki hjá þeim útburði vegna lagaskylda er svo brandari út af fyrir sig. Að skattgreiðendur niðurgreiði útburð auglýsinga var heldur varla tilgangurinn með ríkiseinokuninni, eða hvað?

Nú fyrir utan að póstur er meira og minna óþarfur í dag (eins og hann var þegar þetta atriði var tekið upp í Seinfeld á sínum tíma). Það er bara þannig með mjög fáum undantekningum. Og einkaaðilar hafa alltaf haft mikinn hug á að bera út hvers kyns efni og gera það með hagnaði, og væru örugglega búnir að hagræða gríðarlega á þessu sviði með betri þjónustu, lægra verði og skilvirkara dreifikerfi ef ekki væri fyrir ríkiseinokunina. En það kemur vonandi í ljós ef og þegar Íslandspóstur er skorinn úr snöru ríkisvaldsins og fær að athafna sig á frjálsum markaði, í samkeppni við önnur frjáls fyrirtæki.

Ríkisvaldið á að selja Íslandspóst á opnu útboði strax á morgun og moka andvirðinu í skuldahít sína. 


mbl.is Tapið mun aukast ár frá ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er þín skoðun á gjaldeyrishöftunum?

Refsarinn (IP-tala skráð) 7.3.2015 kl. 17:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Að á meðan við sættum okkur við ríkieinokun á einhverju sviði þá þurfum við að sætta okkur við hvað það nú er sem einokunaraðilinn býður upp á, svo sem höft.

Geir Ágústsson, 9.3.2015 kl. 14:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Semsagt að einkavædd einokun er betri en ríkiseinokun?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2015 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband