Ráðist á einkennin en ekki sjúkdóminn

Vandamál íslenskra lántekenda eru ekki verðtryggingar eða breytilegir vextir óverðtryggðra lána heldur eru þetta einkenni sjúkdóms - þess sjúkdóms að kaupmáttur íslensku krónunnar er kerfisbundið rýrður. Raunar er yfirlýst stefna útgefenda krónunnar að rýra hann í verðgildi um u.þ.b. 2,5% á ári, m.ö.o. helminga hann á um einnar kynslóðar fresti.

Nú á að skerða rétt lánveitenda til að binda útlán sín við einhverja vísitölu kaupmáttar krónunnar. Gott og vel. Eitthvað kemur bara í staðinn eða lánsfé fer í felur eða það verður lánað út til einhvers sem er ekki bannað að tryggja gegn rýrnandi virði krónunnar. 

Í stað þess að plástra í sífellu þegar einkenni sjúkdóms koma fram þætti sumum eflaust skynsamlegra að ráðast að rótum sjúkdómsins. Eitt upplagt skref væri að leggja niður Seðlabanka Íslands og koma ríkisvaldinu út úr útgáfu peninga. Sem fyrst. 


mbl.is Afnám verðtryggingar hefjist 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að verðtryggingin verði lögð niður. Ef við skoðum niðurstöðu verkefnahópsins um niðurlagningu verðtryggingarinnar þá leggur hann ekki til að leggja niður verðtrygginguna!

Þeir leggja til að við reiknum hana á annan hátt en núna er og í stað þess að kalla það verðtryggingu þá köllum við það "lán með hraðbreytilegum vöxtum"!! Þeirra orð ekki mín.

Sem sé engin verðtrygging og þyngri greiðslubyrði.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 22:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er val á milli þriggja möguleika:

1) Halda áfram að gefa út gjaldmiðil með skipulagðri rýrnun, og hafa verðtryggingu sem heldur lánsfé á markaðinum.

2) Hætta að rýra gjaldmiðilinn (t.d. með því að binda útgáfu hans við gull eða silfur) og afnema verðtrygginguna, og lánsfé heldur áfram að vera í boði.

3) Rýra gjaldmiðilinn, banna tryggingar á kaupmætti hans og forða öllu lánsfé af markaði.

Menn eru feimnir við kost nr. 3) af skiljanlegum ástæðum. Kostur 2) hentar bankaelítunni ekki. Kostur 1) gleður bæði bankamenn og stjórnmálamenn sem vilja völd. 

Geir Ágústsson, 24.2.2015 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband