Framboð og eftirspurn, eða hvað?

Vegagerðin er með mikið á sinni könnu. Um það efast ég ekki. Hún er hins vegar ríkisstofnun sem tekur við fé og skammtar til framkvæmda eftir pólitískum fyrirmælum. Hún þarf því ekki endilega að sinna því sem sinna þarf, og getur einnig sinnt því sem engin þörf er á að sinna.

Ég álasa ekki Vegagerðinni. Hún þarf að uppfylla ákveðin lögbundin fyrirmæli og hefur til þess takmarkað fé. 

En hvað gerist þegar Vegagerðin er ekki að sinna einhverjum svæðum af því hún túlkar fyrirmæli sín sem svo að hún þurfi þess ekki? Hver getur þá hlaupið í skarðið?

Vegagerðin er greidd með skattfé. Fæstir hafa efni á að borga bæði skatta og aukalega fyrir þjónustu sem skattarnir greiða ekki fyrir. Þess vegna er t.d. fátt um valmöguleika við hið opinbera heilbrigðiskerfi (undantekningar eru lýtalækningar ýmis konar og annað sem löggjafinn hefur ekki kæft í fæðingu og allskyns hamlandi ákvæðum og heimatilbúnum lagakröfum).

Þeim er vorkunn sem búa á jaðarsvæðum Vegagerðarinnar. Þeirra kostir eru fáir aðrir en að senda bréf til yfirvalda og biðja vinsamlegast um að nauðsynlegum vegum sé ekki lokað þegar snjóar eða látnir grotna niður vegna viðhaldsleysis. En þeir sem vilja ríkiseinokun þurfa einfaldalega að éta það sem þeim er skammtað eða halda kjafti. 


mbl.is Vill vegi aftur á áætlun í Héraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband