Gott mál en líklega bara meira af því sama

Fjölmiðlar skjóta hratt upp kollinum á Íslandi þessi misserin, og það er gott. Í fljótu bragði dettur mér í hug Kjarnann, Fréttatímann og Nútímann, auk þess sem eigenda- og ritstjóraskipti á DV mætti e.t.v. flokkast sem endurnýjun. Fyrir eru svo 365-miðlar, RÚV, Morgunblaðið, Viðskiptablaðið og sitthvað fleira. 

Þetta er mikill fjöldi, en hann er því miður nokkuð einsleit flóra. Fjölmiðlamenn eru yfirleitt vinstrisinnaðri en almenningur og það kemur vel fram í efnistökum flestra íslenskra fjölmiðla. Blaðamenn eru að öllu jöfnu frekar illa að sér í hagfræði, og það leynir sér heldur ekki (undantekningin er helst Viðskiptablaðið, og á köflum Morgunblaðið). 

Blaðamenn eru duglegir í að viða að sér miklu efni, en fæstir hafa þjálfun og þekkingu til að setja sig inn í það að neinu ráði og skilja orsakasamhengi. 

Þeir eru duglegir að taka viðtöl í tengslum við fréttir, en hafa tilhneigingu til að velja sér álitsgjafa sem taka undir þeirra eigin lífskoðanir og viðhorf. 

Blaðamenn telja sig hafa mikinn skilning á því mannlega í kringum okkur og einblína oft á þekkt nöfn eða efni sem getur orðið að grípandi fyrirsögnum, en klikka oftar en ekki á tæknilegu atriðunum, t.d. þeim hagfræðilegu eða lagatæknilegu.

Blaðamenn eru með lélegt langtímaminni og láta oft góð tækifæri í viðtölum framhjá sér fara, t.d. þeim að minna stjórnmálamenn á eigin orð frá því nokkrum mánuðum fyrr (stjórnmálamenn gleyma viljandi fyrri orðum ef tíðarandinn breytist þeim í óhag, en blaðamenn eiga að vera á varðbergi gagnvart slíku).

Fjölmiðlafólk vill sjálft meina að það veiti ráðamönnum og öflugum aðilum í viðskiptalífinu einhvers konar aðhald, en eru oftar en ekki bara klappstýrur fyrir persónulegar hetjur sínar og aðhaldið er því yfirleitt á einn veg. Af þessum ástæðum fær maður t.d. það á tilfinninguna að íslenskir hægrimenn séu alltaf sökudólgarnir: Séu þeir í stjórnarandstöðu er allt fráfarandi ríkisstjórn þeirra þeim að kenna, en séu þeir í ríkisstjórn er allt í dag þeim að kenna. 

Það sem eftir stendur að mínu mati er því að fólk eigi að láta Viðskiptablaðið duga fyrir allar fréttir af heimsviðburðum og hagfræðilegum atriðum, en geti svo valið fjölmiðil af handahófi fyrir fréttir af fólki og fjöri. 


mbl.is Stuð í útgáfuboði Stundarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband