Allir hættir að vinna?

Fráfarandi vinstristjórn tók undir þau rök fyrir átakinu "Allir vinna" að skattalækkanir hafi örvandi áhrif á vinnu: Menn leggi frekar í verkkaup þegar stærri hluti kostnaðarins fer í sjálfar framkvæmdirnar og minni hluti fer í ríkishítina.

Ekki var þó talin ástæða til að auka vinnu hárgreiðslufólks, venjulegra launþega og ræstingarfólks, svo dæmi séu tekin. 

Núna rennur átakið út. Skattar á vinnu iðnaðarmanna hækka með öðrum orðum og ná nú sömu hæðum og á annað sem er virðisaukaskattskylt. Færri vinna.

Ríkið "endurgreiddi" 16 milljarða sem það hirti og þótti það leiða til fjölgunar starfa. Núna ætlar ríkisvaldið að halda öllu og eyða sjálft. Störfum fækkar því hjá einkaaðilum en fjölgar væntanlega hjá hinu opinbera sem þrífst á þeim.

Væri ekki rökréttara að útvíkka hið svokallaða átak og gera að almennum skattalækkunum fyrir alla? Ef það er rétt sem Steingrímu J. sagði á sínum tíma, að átakið "Allir vinna" væri í raun hlutlaust fyrir afkomu ríkissjóðs (því fleiri vinna), mun þá ekki hið sama gilda um almennar og varanlega skattalækkanir á allt og alla? 

Þegar sjálfur Steingrímur J. er farinn að sjá ljósið frá hinni svokölluðu Laffer-kúrvu er þá einhver eftir sem sér það ekki? Þegar maðurinn sem var á móti frjálsu útvarpi, bjór á Íslandi og litasjónvarpi sér að skattalækkanir geti leitt til aukinnar skattheimtu til hans og skjólstæðinga hans, er þá einhver eftir sem sér það ekki?

(Að tekjur ríkissjóðs aukist í kjölfar skattalækkana er svo vandamál út af fyrir sig, því feitur ríkisrekstur leiðir ekki til neins nema valdameira ríkisvalds. Skatta á því að lækka hraðar og meira þar til ríkisvaldið sér fjárhag sinn skreppa saman, samhliða stórkostlegum uppskurði á ríkisrekstrinum sem fækkar verkefnum hans, stofnunum á hans vegum og kerfum sem hann hefur á sinni könnu.)


mbl.is 16 milljarðar króna til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband