Kerfið heldur sjálfu sér uppteknu

Vinnufélagi minn sagði einu sinni að gamni að nú væri pappírsvinnan orðin svo umfangsmikil í fyrirtækinu sem við störfum hjá að við þurfum ekki lengur utanaðkomandi viðskiptavini til að halda okkur uppteknum. Pappírsvinnan innanhúss væri nóg.

Mér sýnist sami brandari eiga fullkomlega við um svo margt án þess að vera sagður í gríni.

Hið íslenska ríkisvald styður og regluvæðir landbúnað með ýmsu móti. Afmarkaðir skikar kerfisins starfa þó í nokkurs konar samkeppnisumhverfi. Þeir eru samt umvafðir slíkum reglugerðafrumskógi að enginn veit hver er hvað og hvað má og hvað ekki. Kærur ganga því á víxl, sektir eru gefnar út, áfrýjanir stinga upp kollinum jafnóðum, og svona gengur þetta í einni, langri endaleysu.

Neytendur eru vitaskuld aukaatriði. Þeir borga skattana sína og enda á að éta sektargreiðslurnar líka. Þeir þurfa að standa undir niðurgreiðslum og framfylgni við kvótakerfi af ýmsu tagi, auk eftirlitsins með þessu öllu saman.

Kerfið heldur sjálfu sér uppteknu. 


mbl.is Kú kærir MS og Kaupfélag Skagfirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband