Enn og aftur

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. 

Þetta eru slæmar fréttir af mörgum ástæðum. 

  • Embættismenn ESB fá enn fleiri tækifæri til að stunda sjóðasukk - eyðslu á fé annarra.
  • Loforðið mun þýða aukinn kostnað fyrir mjög marga og hamla fjárfestingum þar sem þær skipta meira máli.
  • Á sama tíma mun meint losun ekki minnka neitt að ráði. Undanþágur fæðast alltaf þegar stjórnmálamenn þurfa endurkosningu og allt er að staðna í kringum þá.
  • Menn flytja áherslur frá mikilvægum vandamálum og að lítilvægum eða ímynduðum vandamálum.
  • Stjórnmálamenn dagsins í dag eru hérna að gefa loforð sem stjórnmálamenn á næstu áratugum verða gerðir ábyrgir fyrir. Slíkt veit aldrei á gott. Nógu lítið er traust á stjórnmálamönnum nú þegar! Eða er það kannski gott? 
  • Ýmis hagsmunasamtök sem telja sig vera að berjast fyrir betra umhverfi fá hérna á tilfinninguna að það sé tekið mark á þeim. Þau munu því ganga lengra og lengra og á endanum leggja til að við hættum að kynda hús okkar og bíla og flytjum í holur í jörðinni.

Fleira mætti telja til en þetta er kannski það helsta.

Svona fréttir fá mig til að verða enn ákveðnari í baráttu minni gegn ríkisvaldi og yfirráðum veruleikafirrtra möppudýra yfir fólki með alvöru vinnu sem býr í alvöru-heiminum. 


mbl.is Samþykkja að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband