Börn á vergangi

Íslensk yfirvöld sjúga eins mikið til sín af launum landsmanna og þau mögulega geta. Í staðinn "veita" þau ákveðna þjónustu, t.d. vegi og heilsugæslu. Þökk sé hinum himinháu sköttum þurfa nær allir fullorðnir að vinna úti. Af því leiðir að nær öll börn þurfa að vera í stofnunum á daginn (leikskóla, grunnskóla og þess háttar).

Yfirvöld geta svo, ef þeim sýnist, skellt í lás á barnastofnunum sínum án þess að hafa samráð við foreldra.

Svona lagað getur bara átt sér stað í opinberum rekstri sem er áskrifandi að peningum skjólstæðinga sinna.

Þetta er ekki bara forræðishyggja heldur fyrst og fremst argasti dónaskapur og óvirðing við foreldra. Margir geta ekki tekið sér frí. Þeir leita því uppi ömmur og afa, frændur og frænkur og eldri börn til að geyma börnin á daginn. Fólk skiptist á börnunum og skiptist á að taka frí.

Það er lítil huggun í að komast í pulsupartý á kostnað skattgreiðenda í haustfríinu ef starfsöryggi fyrirkvinnanna er sett í uppnám.

Hérna í Danmörku dytti engri sveitarstjórn að skella í lás. Á sumrin renna leikskólar saman fyrir þá sem þurfa á því að halda yfir hásumarið. Haustfrí eru vissulega vinsæl hér í landi en stofnanir eru samt alltaf opnar fyrir þá sem geta ekki tekið sér frí.

Er auðveldara fyrir hið opinbera að valta yfir Íslendinga en aðra í þessum heimshluta? 


mbl.is Í vandræðum í vetrarfríi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband