Hjálmaskylda fækkar hjólreiðarmönnum

Þeir sem hjóla eru skynsamir ef þeir hjóla með hjálm. Enn betra er að þeir hjóli í heilgalla sem ver líkamann ef hann dettur á malbik eða í möl. Olnboga- og hnéhlífar eru líka góðar sem vörn gegn falli. Best er svo auðvitað að sleppa því að hjóla því það er hættulegt. 

Ekki nei?

Hjálmaskylda fækkar hjólareiðarmönnum eða svo segja ýmsar kannanir (og þess vegna fækkar slysum tengdum hjólreiðum). Í Svíþjóð hefur verið lagt til að afnema hjálmaskyldu til að sporna við fækkun barna sem nenna að hjóla.

Þeir sem vilja fjölga hjólandi Íslendingum ættu því ekki að taka þátt í baráttunni við að koma á hjálmaskyldu.

Þeir sem vilja að fleiri hjóli, t.d. af því það er heilsusamlegt, ættu ekki að snerta hjálmaskylduna með löngu priki.  

Þeir sem vilja fækka hjólareiðarmönnum og stuðla þannig að fækkun alvarlega slysa tengdum hjólareiðum ættu að róa öllum árum að hjálmaskyldu! Þeir gætu e.t.v. stuðst við örlítið Seinfeld-grín í baráttu sinni. 

Hjálmar hafa svipuð áhrif á ökumenn og bílbelti: Veita ökumanninum mikla en oft falska öryggistilfinningu og fá hann til að aka hraðar eða óvarlegar. Gleymum því ekki. Á einum stað er þetta kallað "The Bike Helmet Paradox": Hjálmar fjölga slysum!

Þingmenn finna oft upp á einhverjum málefni til að geta troðið nefinu á sér í fjölmiðla og fréttatíma. Oft eru þetta vel meinandi einstaklingar sem vilja banna einhverja hættulega eða jafnvel heimskulega iðju. Ég vona samt að þessir þingmenn finni sér eitthvað annað að gera. 


mbl.is Hjálmaskyldu til 18 ára aldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Gott að sjá að fleiri og fleiri hafa meðtekið þessi rök.

Fyrir marga (flasta)  skiptir mál hver segir eitthvað, ekki bara hversu góð rökin eru.
Hér eru helstu niðurstöður nefndar OECD um hjólreiðar, heilsu og öryggi, þegar kemur að virkni af hjálmaskyldu (þið finnið þetta á netinu): " The safety effect of mandatory helmet legislation is a result of a series of factors:

* reduced injury risk (due to increased helmet usage)
* increased crash risk (due to an often claimed change in behaviour amongst cyclists who take up wearing helmet)
* less cycling (leading to a reduced number of accidents and injuries, but also to a higher accident risk for those who still bike) "

OECD nefndin er með fullt af tillögum um hvernig megi bæta öryggi tengd hjólreiðum. Hjálmaskylda er ekki meðal tillagana.

Morten Lange, 22.10.2014 kl. 15:15

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Athyglisvert.

Raunar er breytt hegðun sem afleiðing bættra öryggistækja ekkert ný kenning og hefur lengi átt við um bílbelti, nagladekkjaskyldu og jafnvel loftpúða í bílum.

Geir Ágústsson, 24.10.2014 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband