Auðlindabölvun Íslands

Stundum er sagt að gjöfular auðlindir frá náttúrunnar hendi séu bölvun fyrir viðkomandi ríki og er þá oftast vísað í olíuauðlindir. Ríki sem ráða yfir miklum olíuauðlindum eiga það til að vera spillt og nýta auðinn í allskyns vitleysu. 

Ísland þjáist að vissu leyti að auðlindabölvuninni. Fiskurinn er ástæðan. Hann er í mikilli eftirspurn. Fyrir hann fæst mikill peningur. Duglegir menn hafa lagt mikið á sig til að fá hærra og hærra verð fyrir minnkandi afla. Þetta sjá stjórnmálamenn. Þeir reyna að krækja í eins mikið af þessum peningum og þeir geta án þess að drepa allan hvata fólks til að leggja á sig vinnu, fjárfestingar, tíma og fé til að ná í auðinn úr sjónum.

Stjórnmálamenn vilja alltaf eyða meira af fé annarra í dag en þeir gerðu í gær.

Þökk sé hinum gjöfulu fiskiauðlindum hefur íslenska ríkinu tekist að stækka og stækka og byggja upp mikið bákn. Þegar vel árar og mikið veiðist stækkar ríkið. Þegar verr veiðist minnkar það ekki og safnar jafnvel skuldum til að brúa bilið í næsta gjöfula ár.

Væri Ísland betur statt án náttúruauðlindanna? Hver veit. Það má hreinlega ekki útiloka. 

Danir eiga lítið af náttúruauðlindum. Þeir eiga nokkra dropa af olíu en skattheimta af henni er ekkert sem skiptir sköpum fyrir ríkisvaldið. Danir hafa neyðst til að verða, eins og einn fyrrum vinnufélagi minn orðaði það, "Gyðingar Norðurlandanna" - kaupa ódýrt, betrumbæta og selja dýrt. Danir hafa neyðst til að halda hagkerfi sínu galopnu til að stífla ekki flæði varnings og þjónustu inn og út úr Danmörku - varnings og þjónustu sem þeir kaupa ódýrt og selja dýrt.

Nýlega var fyrirtækið sem ég vinn hjá, og er með 99% tekna sinna í erlendri mynt, selt úr dönsku eignarhaldi yfir í bandarískt (velta um 1,5 milljarður danskra króna). Enginn tók það sérstaklega nærri sér í dönskum stjórnmálum og efast ég raunar umn að fréttir um kaup og sölu á einstaka fyrirtækjum berast þeim til eyrna. Enginn talaði um að verið væri að "selja mjólkurkýrnar" eða "flytja hagnaðinn úr landi". Sala sem þessi er einfaldlega eðlilegur hlutur í opnu hagkerfi.

Hvað yrði sagt á Íslandi ef Samherji kæmist í eigu bandarískrar útgerðar (ef slíkt væri yfirleitt löglegt)? Það yrði allt vitlaust. Stjórnmálamenn myndu tala um sölu á auðlindunum "úr landi". Enginn myndi reyna að setja slíka sölu í samhengi við aðgang íslenskra útgerða að útgerðum í öðrum löndum. Enginn myndi leggja til að eignarhald Íslendinga í auðlindavinnslu í útlöndum yrði dregið til baka, því til að vera samkvæmur sjálfum sér þyrfti að banna slíkt á jöfnum grundvelli við hið íslenska bann við erlendu eignarhaldi á íslenskri auðlindavinnslu.

Nú ætla ég ekki að leggja til að Íslendingar api allt upp eftir Dönum. Íslendingar mættu samt hugleiða örlítið hinn botnlausa hroka og tvískinnung í sjálfum sér, og hvort hið íslenska ríki þjáist ekki af auðlindabölvun.  


mbl.is Minni framlegð og meiri skattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Hér er mjög got umfjöllunarefni „“Er það ógæfa að  eiga auðlindir?“

Ja ef hlustað er á hvernig fólk talar um t.d. útgerð og  landbúnað er það eðlilegt að einhver spyrji.

Það er þjóðaríþrótt íslendinga að níða niður sína atvinnuvegi.

Helsta plott sumra pólitískra flokka er að hrauna yfir þau fyrirtæki sem halda okkur á lífi í þessu landi og úthrópa  stjórnendur þeirra og eigendur.

Það skrítna er að mörg þessara fyrirtækja eru afar vel rekin.

Þessi „umræðu tækni“ er afar dapurlegt mein á íslensku þjóðfélagi.

 

Að eiga viðskipti við dani er afar notalegt.

Íslendingur sem þarf að sjá um stóran fjölbreyttan lager  „kynnist oft“ dönsku fyrirtæki sem bíðst til að sjá um allar hans þarfir og vesen við að leita að hinum og þessum „smáatriðum“ og auðvitað á „nokkuð góðu verði“.

Það væri verkefni fyrir einhvern sem skrifar prófessors ritgerð að reikna hlut dana í íslenskri verðmyndun.

 

Snorri Hansson, 7.10.2014 kl. 13:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Snorri og takk fyrir athugasemdinga.

Íslendingar líta ekki á hagnaðartölur sem tákn um góðan rekstur eða viðskiptatækifæri fyrir aðra sem vilja koma inn á sama markað og krækja í bita af velgengninni.

Nei, þeir líta á hagnað sem tækifæri til að sjúga til sín peninga annarra og nota í eigin neyslu.

Ef einhver vogar sér að rísa upp frá fjórum fótum sjálfsvorkunnar og betls og standa uppréttur skal hann jafnharðan sleginn niður.

Danir, með alla sína skatta og reglur og hvaðeina, mega eiga það sem þjóð að þeir fagna velgengni fyrirtækja í eigu Dana, sérstaklega á erlendri grund.

Geir Ágústsson, 9.10.2014 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband