Skerum lækna úr snörunni

Það hefur reynst ríkisvaldinu um megn að reka heilbrigðiskerfi svo vel sé. Nú er kominn tími til að prófa hið frjálsa framtak. Læknar og annað starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar á að skera úr snörunni og koma störfum þeirra yfir á hinn frjálsa markað (með starfsmönnum gleraugnaverslana og lýtalækna). Þar fá læknar miklu fleiri tækifæri til að finna kröftum sínum réttan farveg.

Sjálft "kerfið" yrði auðvitað að breytast til að þetta gæti átt sér stað. Það mætti t.d. aðlaga að hinu svissneska (allir Íslendingar skyldaðir til að heilbrigðistryggja sig, en gætu valið á milli margra aðila til að tryggja sig hjá og meðhöndla sig). Skattar yrðu auðvitað að hríðfalla til að skapa svigrúm fyrir raunverulegan markað á sviði heilbrigðisþjónustu (fyrir utan sjónleiðréttingu, en sá markaður er frjáls og bráðlifandi og verður vonandi um alla tíð).

Lokamarkmiðið ætti að vera að koma ríkisvaldinu alveg út af markaði heilbrigðisþjónustu. Ríkisvaldið getur ekki stillt af framboð og eftirspurn á kindakjöti, gefið út gjaldmiðil svo vel sé eða rekið fjölmiðil án þess að safna milljörðum í skuldum. Það getur heldur ekki stillt af framboð og eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. 

En hvað með þá fátækustu og þá sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda? Hérna fengju allir Íslendingar sem tala um mikilvægi þess að aðstoða náungann tækifæri til að gera það, í stað þess að heimta bara í sífellu að ríkisvaldið sjái um það mikilvæga verkefni. Ríkisvaldið getur ekki aðstoðað þá sem minna mega sín. Ríkisvaldið gerir þá annaðhvort að bótafíklum eða skjólstæðingum ofborgaðra vandamálasérfræðinga sem þrífast á því að framlengja vandamál. Miklu fé er sóað - fé sem gæti annars farið í raunverulega hjálp.

Ég legg til að við skerum lækna úr snöru ríkisvaldsins. Það er góð langtímalausn fyrir þá.  


mbl.is Mikil samstaða um verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Eins vel og mörgum hugnast þessi hugmynd, þá gengur hún ekki upp sísvona. Hvað með þá sem er vitað að eru með ólæknandi sjúkdóma eins og t.d. sykursýki? Heldur þú að tryggingafélögin séu spennt fyrir að tryggja þannig einstakling? Ef skylda á almenning til að sjúkratryggja sig, þarf líka að skylda tryggingafélögin til að taka við veikum einstaklingum og það þarf að koma í veg fyrir að menn eins og ég sem eru með sjúkdóm verði rukkaðir meira. Veikt fólk hefur alla jafna minna úr að spila. Svona kerfi er fyrir þá sem eru heilbrigðir og ríkir.

Kv. Jón G.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 10:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eins og ég segi: Menn gætu í byrjun stefnt að svissneska kerfinu.

Ef ríkisvaldið hættir að slá sig til riddara og þvinga fólk til að borga fyrir "góðverk" þess þá sýnir reynsla víða að fólk mun láta meira af hendi rakna.

Þeir sem fæðast með króníska sjúkdóma geta fengið hjálp eins og aðrir ef þeir þurfa á henni að halda.

Ekki allir sem fá hjálp í dag þyrftu hjálp ef ríkið væri ekki búið að kæfa svo marga hluta samfélags og hagkerfis.

Ófyrirsjáanlegir en hættulegir/banvænir sjúkdómar hafa aldrei verið neitt sérstakt tryggingarvandamál. Tryggingafélög taka við iðgjöldum frá stórum hópi einsleits hóps með tölfræðilega fyrirsjáanlega tíðni á t.d. krabbameini og áunninni sykursýki og stilla iðgjaldið af eftir því.

Tryggingarfélög rukka vitaskuld reykingarmenn meira fyrir sjúkratryggingu en reyklausa, og offeita meira en granna, en það er gott mál. Það hvetur til heilbrigðari lífsstíls og dregur úr hvata fólks til að láta líkama sinn hrörna á kostnað annarra.

Núverandi fyrirkomu heilbrigðismála í mörgum löndum má reka til mikillar þjóðnýtingar ríkisins á þeim í tengslum við styrjaldir - þjóðnýtingar sem voru ekki drifnar áfram af neyð fátækra sjúklinga eða skorts á heilbrigðisþjónustu, heldur þeirri einföldu uppskrift að stríð eru stækkunarlyf ríkisvaldsins.

Má aldrei sleppa því úr krumlum ríkisins sem það eitt sinn hefur hrifsað til sín?

Geir Ágústsson, 3.10.2014 kl. 11:44

3 identicon

Hann Jón er líklegast að benda á það að tryggingafélög í bandaríkjunum sem voru ákurat þetta frjálsa kerfi neituðu fólki með "pre-existing condition" eins og meðfæddri sykursýki, fæðingargöllum og ótal mörgum öðrum sjúkdómum um tryggingar.

.

Einnig þá voru þessi fyrirtæki með ákveðið þak á því hvað þeir greiddu mikið til einstaklings áður en þeir missa trygginguna sem veldur því að þeir eru orðnir tryggingalausir og með "pre-existing condition" og fá ekki aðrar tryggingar.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 10:44

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Elfar,

 Já ætli það ekki.

En mér finnst vandasamt að alhæfa. Er heilbrigðiskerfi allra landa, þar sem einkaaðilar sjá um eitthvað af heilbrigðisþjónustunni (eða hana alla, eins og gildir um sjónleiðréttingar á Íslandi), slæm? Er heilbrigðiskerfi allra landa, þar sem ríkisvaldið bannar samkeppni og beinar greiðslur, frábært?

Síðan er það þetta með tryggingar: Að tryggja sig er að láta flokka sig sem úrtak úr mengi þar sem er hægt að gera viðskiptaáætlanir út frá ákveðnum líkum, segjum t.d. líkum á heilakrabbameini eða blóðtappa. Það er ekki hægt að gera viðskiptalíkan út frá því sem er nú þegar búið að ná líkunum ekki frekar en að þú getir tryggt beyglaðan bíl gegn árekstri og krafist bóta um leið og búið er að skrifa undir tryggingasamninginn.

Við höfum fyrir löngu varpað ábyrgð á fjölskyldumeðlimum okkar og lösnum vinum yfir á ríkisvaldið og sagt: "Sjáðu nú hér, þetta er frænka mín og hún er með meðfædda sykursýki. Það er á ábyrgð allra annarra en mín að aðstoða hana með sjúkdóm sinn. Það er hrein mannvonska að láta mig þurfa að aðstoða fjölskyldu mína. Það er óviðunandi. Ég borga skatta til að þurfa ekki að skipta mér af veikindum fjölskyldumeðlima minna."

Sömu aðilar og vilja að aðrir sjái um að hlúa að sínum nánustu slá sig svo til riddara og segja að aðrir, sem vilja að fjölskyldur sjái um fjölskyldur, og vinir hlúi að vinum, séu þeir vondu!

Geir Ágústsson, 5.10.2014 kl. 06:43

5 identicon

Þegar íslenska heilbrigðiskerfið er skoðað koma fram ákveðin einkenni:

1. Það eitt miðstýrðasta heilbrigðiskerfi í heimi ef við berum það saman við hið norska, sænska, danska og enska. Það er hægt að bera það saman við Kúbu og Norður-Kóreu.

2. Gríðarlega smæð og fámenni þjóðarinnar og opinber fátækt á láglaunaskerinu Íslandi, gerir það að verkum að það er ekki raunhæft að það verði einhver gríðarleg samkeppni í einka/prívat sjúkrahúsum um íslenska sjúklinga.

Það þarf gríðarlega fjárfestingu og ekki raunhæft að það fjármagn eða fólk til að verða stand-by enda ekki líklegt að þorri fólks geti eða vilji borga fyrir þetta.

Tíminn hjá sérfræðingi á norrænu einkaklínikkunum hjá krabbameinslækni, hjartasérfræðingi er 70 - 90 þúsund íslenskar krónur fyrir 1 tíma og þetta er í raun svipað um allan hinn vestræna heim. Þetta er 2-3 sinnum lengra en laganám og takstarnir eru 2-3 faldur lögfræðitaxti og þetta er bara fyrir einn tíma. Kostnaður við aðgerðir, svæfingu, endurhæfingu er hár. Ísland getur ekki keppt við norrænu nágrannalöndin sem eru langt frá því að vera einhver hátekjulönd fyrir hámenntað fólk og eru sjálf í raun að missa fólk úr landi td. Svíþjóð. Sérfræðingur í USA er með um 300-800.000 US$ á ári eftir að skattur og tryggingargjöld eru greidd. Húsnæði einbýlishús með sundlaug kostar um heil eða hálf árslaun.

Til samanburðar má benda á að læknar eru með um 340.000 Íkr og allra hæstu laun íslenska heilbrigðiskerfisins eru víst um 730.000 Íkr á mánuði eða um 9 miljónir á ári fyrir yfirlækna með sérfræðigráður og doktorsgráðu sem gerir ríflega um 75.000 US$ á ári miðað við íslenskt haftakrónugengi. Húsnæði í Reykjavík er dýrara en margs staðar í Bandaríkjunum og vextir miklu hærri. Húsnæði á 60-100 miljónir eru 7-11 föld árslaun og raunar meira ef vextir eru teknir með á íslenska krónuhagkerfinu. Minni á að aðstoðarmaður ráðherra sem er nokkurs konar blaðafulltrúi eru greidd um 900.000 íkr á mánuði.

3. Íslenska heilbrigðiskerfið er ódýrt. Hlutfall heilbrigðisútgjalda af þjóðartekjum á Íslandi er afar lágt þegar eingangrun þjóðarinnar sem og furðuleg uppbygging á heilbrigðiskerfi er skoðuð. Sjúkrahús á Heimaey með um 4000 íbúa, Stykkishólma með um 1200 íbúa og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað með um 1500 íbúa.

Eins eru menn með Sjúkarhús á Akranesi, Selfossi og Keflavík og Landspítalan sitt hvorum megin við hæð með um 1 1/2 km í loftínu. Margfaldar vaktir, bakvaktir á öllum þessum stöðum af td. læknum búsettum í höfuðborgarsvæðinu og yfirgengilegt skrifræði í heilsugæslubatteríinu. Þrátt fyrir þetta borgum við ekki meira en 9% af þjóðartekjum í heilbrigðiskostnað meðan Bandaríkjamenn greiða um helmingi hærra eða um 18%.

4. Vandamál Íslands er að öll sérmenntun í læknisfræði er erlend og það er svo að við erum með gríðarlega vel menntaða læknastétt sem er ekki að skila sér til baka enda eru launakjör lækna komin aftur úr fyrrum austur Evrópu. Það virðist fremur lítið spennandi og framfarir í læknavísindum eru ekki að skila sér. Húsnæði, aðstaða og launakjör hin hraklegustu og lítið sem bíður annað en gríðarleg vaktabyrði og verða blóraböggul vanfjármagnaðs kerfis. Það gengur ekki né rekur að manna td. krabbameinsdeildina þar sér undir iljar fólks sem byrjað hefur þar og þar fallast fólki hendur og fer annað.

Það hefur komið fram að læknastéttinn er farin að eldast. Næstum 30% eru 60 ára og eldri og næstum 60% eru 50 ára og eldri.

Öll sérþekking er útlend og byggist það á því að læknar fari utan og afli sér. Þjóðin er að eldast sem mun margfalda álagið á heilbrigðiskerfið sem er því miður er að molna niður fyrir framan augun á þjóðinni.

Gunnr (IP-tala skráð) 6.10.2014 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband