Svona eins og í Danmörku?

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist vera reiðubúin að skoða aðkomu annarra en hins opinbera að rekstri flugvalla.

Jahérna! Ekki vissi ég að á Íslandi væri ríkisstjórn sem leitaði fordæma til hinna Norðurlandanna! Ég hélt einmitt að þannig ríkisstjórn hefði farið frá völdum við seinustu kosningar!

Einn besti alþjóðaflugvöllur heims, sá í Kaupmannahöfn, var seldur að miklu leyti til einkaaðila á 9. áratug 20. aldar. Ríkisvaldið á tæp 40% í honum. Heimild: Wikipedia hér og hér.

Flugvöllurinn hefur batnað mikið á seinustu árum (og var þó góður fyrir). Látið mig sem mjög tíðan farþega í gegnum hann þekkja það. Þar er til dæmis nánast aldrei meira en 2 mínútna bið í öryggisleitarhliðin.  

Íslendingar ætla núna, kannski, að hleypa einkaaðilum meira að rekstri flugvalla á Íslandi. Það heitir í stuttu máli að færa hið íslenska lagaumhverfi nær því danska.

Væri það ekki góð tilbreyting ef eitthvað í frjálsræðisátt væri apað upp eftir hinum Norðurlöndunum, í stað þess að apa bara eftir ströngustu boðum og bönnun Norðurlandanna


mbl.is Fjárfestar reki hafnir og flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband