Kolefnislosunarsparnaðarhugmynd: Ekki mæta

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðað þjóðarleiðtoga til fundar í New York til að ræða loftslagsbreytingar á morgun. Þar eru leiðtogarnir hvattir til þess að taka ábyrgð á og frumkvæði að aðgerðum til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegund­um.

Ég er með hugmynd: Sleppa því að senda svo mikið sem einn rass á þessa ráðstefnu! Mikið af þessari hræðilegu losun (að Holuhrauni undanskildu) er vegna ýmissa ferðalaga. Ferðalög fer fólk yfirleitt ekki í nema af einhverri ástæðu. Sé ástæðan slæm er um að gera og sleppa ferðalaginu. Hérna er upplagt dæmi og jafnvel gott fordæmi fyrir þá sem hafa í raun og veru áhyggjur af því að grænt lífríki jarðar fái of mikið af kolvetni frá fyrra lífríki jarðar (sem er núna orðið að kolum og olíu).

Skattgreiðendur spara jafnvel eitthvað í leiðinni.

Tvær flugur í einu höggi? 

Ráðherrann þarf að vísu að leita annarra leiða til að útvega sér ódýrara áfengi löglega, t.d. berjast fyrir afnámi ríkiseinokunar á sölu áfengis. Það væri gott málefni. 

Þrjár flugur í einu höggi? 


mbl.is Telur sátt um olíuvinnsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband