En er það ekki ósanngjarnt?

Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Holm Johannesen, vill að samið verði um fríverslun á milli Íslands, Færeyja og Grænlands og þannig myndað eitt fríverslunarsvæði á milli landanna.

Góð hugmynd!

En bíddu nú við, er það ekki ósanngjarnt gagnvart Færeyingum?

Íslendingar niðurgreiða landbúnaðinn sinn. Flæða þá ekki bara niðurgreiddar landbúnaðarvörur yfir Færeyjar og útrýma landbúnaði þar? Færeyingar virðast ekki hafa áhyggjur af því.

Íslendingar skattleggja ferðaþjónustu lægra en allskyns aðra þjónustu. Það má túlka sem ígildi niðurgreiðslna. Hirða Íslendingar þá ekki bara alla ferðamenn af Færeyjum? Færeyingar virðast ekki hafa áhyggjur af því.

Hvað vakir þá fyrir Færeyingum? Einhverjar gloríur um frjálsan markað? Einhverjar hugmyndir um að sjálfsþurftarbúskapur innan tollamúra og viðskiptahindrana sé leiðin til fátæktar? 

Já ætli það ekki. Ég deili þeim gloríum og hugmyndum með Færeyingum. Þetta fríverslunarsvæði gæti orðið til á morgun. Það tekur ekki lengri tíma að hætta að grýta höfnina sína en að bara hætta því.  


mbl.is Vill vestnorræna fríverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Lögmaður Fær­eyja, Kaj Leo Holm Johann­esen, vill að samið verði um fríversl­un á milli Íslands, Fær­eyja og Græn­lands og þannig myndað eitt fríversl­un­ar­svæði á milli land­anna."

Last greinilega ekki fréttina. 

maður (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 05:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Greinilega ekki.

Á ég að skilja málið þannig að Færeyingar vilji heilan stafla af undantekningum, undanþágum, niðurgreiðslum og ríkisaðstoð úr vasa íslenskra skattgreiðenda, eða af hverju missti ég? Öll hjálp er vel þegin.

Nú þegar er fríverslunarsamningur í gildi á milli Íslands og Færeyja (http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/friverslunarsamningar/nr/3337), sem tekur m.a. til "til fullrar fríverslunar með landbúnaðarvörur". Hvað breytist ef Grændland bættist við?

Geir Ágústsson, 2.9.2014 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband