Hvað með það?

Forstjórar einkafyrirtækja sem gengur vel fá yfirleitt góð laun miðað við launafólk. Er það ekki skiljanlegt? Ef ekki þá má kannski reyna að útskýra það.

(Þess má geta að ég er ekki einhver yfirlýstur stuðningsmaður þess að forstjórar einkafyrirtækja fái há laun. Fyrir mér eru stjórnendur eins og verktakar og eiga að fá greiðslur sem endurspegla hvernig þeim gengur að reka fyrirtæki en ekki há laun af því bara - af því það er einhver náttúrulegur réttur. Eigendur fyrirtækja eiga að borga forstjóra eins mikið og þeir vilja, forstjóri á að heimta eins mikið og hann getur, og á endanum næst einhver málamiðlun.)

Ákvarðanir forstjóra skipta fyrirtæki meira máli en ákvarðanir launamanns. Ef ég ákveð til dæmis að eyða 10% af mínum vinnudegi í að þróa forrit sem endar á að spara fyrirtækinu hundruð vinnustunda þá væri gaman að fá hrós og jafnvel vera í góðri stöðu til að biðja um launahækkun. Ef ég sóa 10% tíma míns í einhverja vitleysu þá dregst ég aðeins aftur úr og fæ kannski tiltal, en fyrirtækið fer ekki á hausinn.

Ef forstjóri ákveður að eyða 10% af vinnustundum fyrirtækis í þróun á nýju forriti og það endar á að auka afköst allra um 5% þá er hægt að nýta sama mannafla, sem kostar jafnmikið og áður í laun, í að framleiða enn meiri verðmæti. Hagnaður eykst, ráðrúm til launahækkana vex og allir njóta góðs af viturlegri ákvörðun forstjórans.  

Ef forstjóri ákveður að eyða 10% af vinnustundum fyrirtækisins í að þróa forrit og forritið reynist gagnslaust þá er raunveruleg hætta á að fyrirtækið verði gjaldþrota og öll störfin í því gufi upp. Starfsmenn rúlla út á atvinnumarkaðinn, auka þar framboð af vinnuafli, þrýsta launum niður og enda á að fá minna í vasann en áður. 

Góðir forstjórar eiga að fá góð laun. 


mbl.is ASÍ: Tími ofurlauna runninn upp á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband