En hvađ međ undantekningarnar?

Allir eiga rétt á frelsi til ákvarđana um líf sitt og líkama. Víđa eru ţó margir sviptir ţessum sjálfsákvörđunarrétti og sćta refsingu fyrir ađ nýta ţann rétt. Ţetta er viđfangsefni herferđar Amnesty International og ljósmynda Ástu Kristjánsdóttur.

Undir ţessi orđ get ég tekiđ af algjörlega heilum hug. Andstađa viđ ţetta viđhorf er samt mjög útbreidd, og er Ísland engin undantekning.

Sumir telja til dćmis ađ sjálfsákvörđunarrétti einstaklinga megi setja takmörk. Sumir telja ađ frelsiđ til ađ taka ákvarđanir um líf sitt og líkama sé í besta falli lausleg viđmiđun sem megi ráđskast međ, t.d. í nafni einhvers háleits markmiđs.  

Sumir telja ađ fólk megi ţvinga í hjónaband eđa refsa fyrir kynhneigđ. Ađrir telja ađ neysla ákveđinna efna sé glćpur í sjálfu sér. Enn ađrir telja ađ međ ţví ađ stunda kynlíf gegn greiđslu sé viđkomandi búinn ađ opna á afskipti lögreglu af sér.

Ég vona ađ Amnesty International gangi vel í herferđ sinni en ég sé takmarkanir á bođskap samtakanna sem eiga eftir ađ hamla árangrinum. Samtökin höfđa ekki til hins breiđa réttar einstaklinga til ađ ráđa óskilyrt yfir eigin líkama. Sértćk dćmi úr fátćkjum ríkjum eru valin - hörmuleg og sorgleg dćmi vissulega en sértćk engu ađ síđur. Samtökin líta út fyrir ađ setja ákveđin stjórnvöld í skammarkrókinn og friđa um leiđ Vesturlöndin ţar sem sjálfsákvörđunarréttur einstaklinga er einnig fótum trođinn (á minna ágengan hátt vissulega, en engu ađ síđur fótum trođinn).

Yfirvöld í fátćku ríkjunum eiga eftir ađ láta ţessa siđapredikun eins og vind um eyru ţjóta. Ţar eiga menn eftir ađ hugsa: Eru ţađ ekki Bandaríkin sem geyma heimsins hćsta hlutfall af íbúum sínum í fangelsi, ađallega vegna ţess ađ ţar er glćpur ađ setja ofan í sig eđa selja fíkniefni? Eru ţađ ekki Vesturlöndin sem mörg hver stinga kvenfólki í fangelsi fyrir ađ framfleyta sér međ sölu kynlífs? Eru Vesturlöndin ekki ađ skattleggja fitu og sykur til ađ halda fólki frá neyslu ţessara fćđuflokka? Eru Vesturlönd ekki mjög upptekin af útgáfu svokallađra "lyfseđla" til ađ skammta ýmsar tegundir lyfja ofan í fólk? Af hverju eru ţau ađ predika yfir okkur á međan ţau trođa sjálf á sjálfseignarrétti sinna ţegna?

(Ekki er ţar međ sagt ađ hin fátćku ríkja leyfi eitthvađ meira en Vesturlönd, en Vesturlönd eru engu ađ síđur sek um ađ trođa á sjálfseignarrétti einstaklinga án ţess ađ Amnesty International skammist í ţeim.) 

Stundum verđa fílabeinsturnarnir svo háir ađ súrefni á toppi ţeirra verđur af skornum skammti. Ţá verđa predikanir úr ţeim líka frekar máttlausar. Ég vona ađ Amnesty International klifri ekki alveg svo hátt í turnstiganum. 


mbl.is Minn líkami, mín réttindi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband